Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 07:41 Ljóst þykir að annað hvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmanna, eða Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, verður næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. AP Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07