Á sandi byggði heimskur maður hús Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 11. september 2022 18:02 Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun