Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 07:26 Það var mikið um að vera í nótt, ekki síst vegna ölvunar. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26
Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38