Breiðablik hefði þurft á sigri að halda í kvöld til að halda í vonina um að stríða Íslandsmeisturum Vals á lokaspretti Bestu deildarinnar en allt kom fyrir ekki.
ÍBV hefur spilað vel í sumar og er í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar. Með sigri hefði liðið mögulega getað barist um 2. sætið þar sem Breiðablik á Val í næstu umferð og svo erfiða leiki gegn Þrótti Reykjavík og Selfossi áður en leiktíðinni lýkur.
Agla María Albertsdóttir var nálægt því að koma gestunum úr Kópavogi yfir snemma leiks þegar skot hennar fór í stöngina. Besta færi leiksins fengu þó heimakonur þegar þær fengu vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins.
Madison Elise Wolfbauer fór á punktinn en tókst ekki að hitta markið og lauk leiknum því með markalausu jafntefli.
Breiðablik er í 2. sæti með 29 stig að loknum 14 stig á meðan ÍBV er í 5. sæti með 22 stig.