Inter Milan náði að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Inter hefur ekki byrjað mótið vel og er farið að hitna undir Simone Inzaghi, stjóra liðsins.
Leikur Inter og Torino var afar jafn og mátti ekki mikið bera á milli hjá liðunum en á 88.mínútu bjuggu miðjumennirnir snjöllu í liði Inter; Marcelo Brozovic og Nicolo Barella til sigurmark.
Barella átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Torino þar sem Brozovic var mættur á hárréttum tíma og kom boltanum í mark gestanna.
1-0 sigur Inter staðreynd sem kemur liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar.