Geðheilbrigði: Hvar eiga forvarnirnar að byrja? Kristín Inga Grímsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir skrifa 10. september 2022 08:01 Skrifað í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja. Er það þegar vandinn er orðinn alvarlegur og viðvarandi, þegar hans verður fyrst vart, eða er það jafnvel við upphaf lífs, strax í móðurkviði? Hvar liggja tækifærin til að fækka sjálfsvígum? Í ár hefur verið ákveðið að beina sjónum að börnum og unglingum í efnisvali tengdu þessum mikilvæga degi og efla vitund samfélagsins um að það geti allir komið að því að taka þátt í forvörnum til að bæta geðheilbrigði fólks. Svo að hægt sé að beita forvörnum er mikilvægt að þekkja áhættuþætti og verndandi þætti, en flestir snúa þeir að einstaklingnum sjálfum, s.s. skapgerð, fjölskyldu-, skóla- og félagslegu umhverfi (Arango, o.fl., 2018). Ef að við sem einstaklingar í samfélaginu verðum vör við áhættuþætti hjá barni ættum við að láta okkur það varða, því að það getur skipt máli að grípa strax inn í og veita viðeigandi stuðning eða úrræði til að draga úr líkum á neikvæðum áhrifum á líðan barnsins. Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing vanlíðunar og geðraskana. Það er 3. algengasta orsök dauðsfalla hjá unglingum á aldrinum 15-19 ára (WHO 2020). Sýnt hefur verið fram á að með réttum inngripum er hægt að draga marktækt úr sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum hjá þessum aldurshópi (Hofstra o.fl. 2020). Sem dæmi um slík inngrip má nefna þjálfun fagaðila í nærumhverfi ungmenna (t.d. kennara, skólahjúkrunarfræðinga, íþróttaþjálfara) í að bera kennsl á áhættuþætti, þjálfun starfsfólks á heilsugæslu í réttum viðbrögðum við sjálfsvígshugsunum/tilraunum, og vitundarvakningarherferðir í fjölmiðlum þar sem markmiðið er að draga úr stimplun (e. stigma) og fordómum. Einnig má nefna að nýverið birtist grein eftir Kruse o.fl. (2022) þar sem sýnt var fram á að þegar viðtalsmeðferð fyrir ungmenni var gerð gjaldfrjáls tvöfaldaðist nýtingin og sjálfsvígstilraunum fækkaði marktækt. Á Íslandi hefur á síðustu árum orðið ýmiss konar jákvæð þróun í þessum málum. Fjölskylduteymi hefur verið stofnað á 22 heilsugæslusvæðum á landsvísu, en það er samstarfsteymi heilsugæslu, skóla- og velferðarþjónustu sveitafélaganna og BUGL, og er ætlað að sinna börnum m.a. með tilfinninga-, hegðunar-, félagslegan og/eða þroskatengdan vanda. Geðheilsuteymum hefur verið komið á fót um allt land, lög nr. 86 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru sett í fyrra, Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2030 hefur verið samþykkt, o.fl. Flest af ofangreindu miðast þó við að grípa inn í þegar vandinn er kominn til, þegar í mörgum tilfellum væri mögulegt að koma í veg fyrir hann. Sem dæmi má nefna að í ung- og smábarnavernd mætti leiðbeina foreldrum að styðja við allar tilfinningar barnsins, líka erfiðu tilfinningarnar, og leiðbeina þeim við að kenna börnum sínum tilfinningastjórnun. Innleiða mætti geðræktarverkefni sem hafa að markmiði að auka seiglu barna, í aðalnámsskrá grunnskóla. Börn þurfa að læra að takast á við erfiðleika og leysa úr þroskatengdum viðfangsefnum með stuðningi foreldra sinna. Það er hluti af lífinu að upplifa stundum erfiðar og neikvæðar tilfinningar og þegar börnum er kennt það strax frá byrjun þá aukast líkurnar á því að þau myndi seiglu og eigi þá auðveldara með að takast á við og leysa úr t d. ágreiningi við vini eða ástarsorg (Masten og Barnes, 2018). Það getur reynst foreldrum erfitt að horfa á barnið sitt upplifa erfiðar og sárar tilfinningar og upp getur komið sú tilhneiging að taka tilfinningarnar af barninu og hlífa því frekar en að styðja það við að vinna úr þeim. Rétt er að taka fram að hér er ekki verið að tala um alvarleg áföll eins og ofbeldi eða ótímabæran missi ástvinar, heldur þroskatengdar áskoranir sem flestir ef ekki allir takast á við í lífinu. Aðrir í nærumhverfi barna geta einnig og eiga að hjálpa til. Þegar barn sýnir erfiða hegðun er það sjaldnast merki um óþægð, en fremur um vanlíðan og óuppfylltar þarfir. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að koma börnunum okkar til manns og ættum því alltaf að hjálpast að. Höfundar eru sérfræðingar í hjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Skrifað í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja. Er það þegar vandinn er orðinn alvarlegur og viðvarandi, þegar hans verður fyrst vart, eða er það jafnvel við upphaf lífs, strax í móðurkviði? Hvar liggja tækifærin til að fækka sjálfsvígum? Í ár hefur verið ákveðið að beina sjónum að börnum og unglingum í efnisvali tengdu þessum mikilvæga degi og efla vitund samfélagsins um að það geti allir komið að því að taka þátt í forvörnum til að bæta geðheilbrigði fólks. Svo að hægt sé að beita forvörnum er mikilvægt að þekkja áhættuþætti og verndandi þætti, en flestir snúa þeir að einstaklingnum sjálfum, s.s. skapgerð, fjölskyldu-, skóla- og félagslegu umhverfi (Arango, o.fl., 2018). Ef að við sem einstaklingar í samfélaginu verðum vör við áhættuþætti hjá barni ættum við að láta okkur það varða, því að það getur skipt máli að grípa strax inn í og veita viðeigandi stuðning eða úrræði til að draga úr líkum á neikvæðum áhrifum á líðan barnsins. Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing vanlíðunar og geðraskana. Það er 3. algengasta orsök dauðsfalla hjá unglingum á aldrinum 15-19 ára (WHO 2020). Sýnt hefur verið fram á að með réttum inngripum er hægt að draga marktækt úr sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum hjá þessum aldurshópi (Hofstra o.fl. 2020). Sem dæmi um slík inngrip má nefna þjálfun fagaðila í nærumhverfi ungmenna (t.d. kennara, skólahjúkrunarfræðinga, íþróttaþjálfara) í að bera kennsl á áhættuþætti, þjálfun starfsfólks á heilsugæslu í réttum viðbrögðum við sjálfsvígshugsunum/tilraunum, og vitundarvakningarherferðir í fjölmiðlum þar sem markmiðið er að draga úr stimplun (e. stigma) og fordómum. Einnig má nefna að nýverið birtist grein eftir Kruse o.fl. (2022) þar sem sýnt var fram á að þegar viðtalsmeðferð fyrir ungmenni var gerð gjaldfrjáls tvöfaldaðist nýtingin og sjálfsvígstilraunum fækkaði marktækt. Á Íslandi hefur á síðustu árum orðið ýmiss konar jákvæð þróun í þessum málum. Fjölskylduteymi hefur verið stofnað á 22 heilsugæslusvæðum á landsvísu, en það er samstarfsteymi heilsugæslu, skóla- og velferðarþjónustu sveitafélaganna og BUGL, og er ætlað að sinna börnum m.a. með tilfinninga-, hegðunar-, félagslegan og/eða þroskatengdan vanda. Geðheilsuteymum hefur verið komið á fót um allt land, lög nr. 86 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru sett í fyrra, Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2030 hefur verið samþykkt, o.fl. Flest af ofangreindu miðast þó við að grípa inn í þegar vandinn er kominn til, þegar í mörgum tilfellum væri mögulegt að koma í veg fyrir hann. Sem dæmi má nefna að í ung- og smábarnavernd mætti leiðbeina foreldrum að styðja við allar tilfinningar barnsins, líka erfiðu tilfinningarnar, og leiðbeina þeim við að kenna börnum sínum tilfinningastjórnun. Innleiða mætti geðræktarverkefni sem hafa að markmiði að auka seiglu barna, í aðalnámsskrá grunnskóla. Börn þurfa að læra að takast á við erfiðleika og leysa úr þroskatengdum viðfangsefnum með stuðningi foreldra sinna. Það er hluti af lífinu að upplifa stundum erfiðar og neikvæðar tilfinningar og þegar börnum er kennt það strax frá byrjun þá aukast líkurnar á því að þau myndi seiglu og eigi þá auðveldara með að takast á við og leysa úr t d. ágreiningi við vini eða ástarsorg (Masten og Barnes, 2018). Það getur reynst foreldrum erfitt að horfa á barnið sitt upplifa erfiðar og sárar tilfinningar og upp getur komið sú tilhneiging að taka tilfinningarnar af barninu og hlífa því frekar en að styðja það við að vinna úr þeim. Rétt er að taka fram að hér er ekki verið að tala um alvarleg áföll eins og ofbeldi eða ótímabæran missi ástvinar, heldur þroskatengdar áskoranir sem flestir ef ekki allir takast á við í lífinu. Aðrir í nærumhverfi barna geta einnig og eiga að hjálpa til. Þegar barn sýnir erfiða hegðun er það sjaldnast merki um óþægð, en fremur um vanlíðan og óuppfylltar þarfir. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að koma börnunum okkar til manns og ættum því alltaf að hjálpast að. Höfundar eru sérfræðingar í hjúkrun.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun