Hann hefur nú þegar toppað mínútufjölda eins Íslendings í keppninni en nokkuð er í þann sem hefur spilað flesta leiki og flestar mínútur. Hákon Arnar ræddi tilfinninguna að koma inn af bekknum gegn Dortmund í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðurkenndi táningurinn að þetta væri eitthvað sem honum hefði dreymt um síðan hann var bara lítill pjakkur að sparka í bolta á Akranesi.
Miðað við að þetta var aðeins fyrsti leikur FCK í riðlakeppninni má reikna með að leikirnir verði fleiri. Þá má reikna með að Ísak Bergmann Jóhannesson, æskuvinur og liðsfélagi Hákon Arnars, verði 16. Íslendingurinn á listanum innan tíðar.
Hvort úrslitin verði betri á þriðjudaginn var mun svo koma í ljós en ásamt Dortmund eru Manchester City og Sevilla í riðli með FCK.
Hér að neðan má sjá lista yfir þá Íslendinga sem hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en hún var sett á laggirnar á tíunda áratug síðustu aldar.
15. Helgi Sigurðsson

14. Hákon Arnar Haraldsson

13. Alfreð Finnbogason

12. Sölvi Geir Ottesen

11. Mikael Neville Anderson

10. Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin spilaði þrjá leiki (237 mínútur) fyrir CSKA Moskvu (Rússland) tímabilið 2018-19.
9. Arnór Sigurðsson

8. Rúrik Gíslason

7. Birkir Bjarnason

6. Kári Árnason

5. Ragnar Sigurðsson

4. Eyjólfur Sverrisson

3. Kolbeinn Sigþórsson

2. Árni Gautur Arason
Markvörðurinn öflugi spilaði alls 21 leik (1890) mínútur með Rosenborg (Noregur) frá 1998 til 2003. Hélt hann þrívegis hreinu, gegn Galatasaray, Ajax og Celtic. Hann var fyrstur Íslendinga til að spila í Meistaradeildinni eins og við þekkjum hana í dag.
Árni Gautur Arason (f.1975)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 7, 2022
Rosenborg BK
Fyrstur Íslendinga til þess að spila í Meistaradeild Evrópu.
Árni og Taffarel (Galatasary) árið 1998
Árni og Buffon (Juventus) árið 2001#GamlaMyndin pic.twitter.com/ibN4xgp1OE
1. Eiður Smári Guðjohnsen
