Yngsta skólastigið þarf á raunhæfum lausnum að halda Jónína Hauksdóttir skrifar 8. september 2022 10:00 Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun