Lewandowski skoraði þrennu í fyrsta Meistaradeildarleiknum með Barcelona Atli Arason skrifar 7. september 2022 20:45 Lewandowski hættir ekki að skora. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Robert Lewandowski var frábær í 5-1 sigri Barcelona á Viktoria Plzen í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Franck Kessie kom Barcelona yfir á 13. mínútu. Ousmane Dembele tók þá hornspyrnu frá hægri en Jules Kounde skallaði boltann aftur fyrir markið þar sem Kessie mætti og skoraði fyrsta mark leiksins og fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni. Plzen fékk vítaspyrnu á 23. mínútu þegar Andreas Christensen tók Jhon Mosquera niður inn í vítateig. Dómari leiksins ætlaði einnig að reka Christensen af velli en sneri dómnum við eftir að hafa skoðað atvikið aftur í VARsjánni. Þar þótti augljóst að Mosquera gaf Christensen olnbogaskot sem varð til þess að Daninn tók Mosquera niður. Lewandowski opnaði svo markareikning sinn fyrir Barcelona í meistaradeildinni á 34. mínútu með marki eftir skot fyrir utan vítateig Plzen. Plzen tókst að minnka muninn á 44. mínútu þegar Jan Sýkora skilaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Vaclav Jemelka. Lewandowski var þó ekki lengi að koma Barcelona aftur í tveggja marka forskot þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dembele frá hægri rétt fyrir leikhlé. Lewandowski fullkomnaði svo þrennuna með öðru marki fyrir utan vítateig eftir samspil við Ferran Torres. Með því var framherjinn fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu með þremur mismunandi félagsliðum í Meistaradeildinni. Með Dortmund, Bayern og nú Barcelona. Ferran Torres sá svo sjálfur um að skora fimmta mark Barcelona á 70 mínútu þegar hann smellti boltanum í netið eftir frábæra sendingu í gegnum vörn Plzen frá Dembele og lokatölur voru 5-1. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Robert Lewandowski var frábær í 5-1 sigri Barcelona á Viktoria Plzen í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Franck Kessie kom Barcelona yfir á 13. mínútu. Ousmane Dembele tók þá hornspyrnu frá hægri en Jules Kounde skallaði boltann aftur fyrir markið þar sem Kessie mætti og skoraði fyrsta mark leiksins og fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni. Plzen fékk vítaspyrnu á 23. mínútu þegar Andreas Christensen tók Jhon Mosquera niður inn í vítateig. Dómari leiksins ætlaði einnig að reka Christensen af velli en sneri dómnum við eftir að hafa skoðað atvikið aftur í VARsjánni. Þar þótti augljóst að Mosquera gaf Christensen olnbogaskot sem varð til þess að Daninn tók Mosquera niður. Lewandowski opnaði svo markareikning sinn fyrir Barcelona í meistaradeildinni á 34. mínútu með marki eftir skot fyrir utan vítateig Plzen. Plzen tókst að minnka muninn á 44. mínútu þegar Jan Sýkora skilaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Vaclav Jemelka. Lewandowski var þó ekki lengi að koma Barcelona aftur í tveggja marka forskot þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dembele frá hægri rétt fyrir leikhlé. Lewandowski fullkomnaði svo þrennuna með öðru marki fyrir utan vítateig eftir samspil við Ferran Torres. Með því var framherjinn fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu með þremur mismunandi félagsliðum í Meistaradeildinni. Með Dortmund, Bayern og nú Barcelona. Ferran Torres sá svo sjálfur um að skora fimmta mark Barcelona á 70 mínútu þegar hann smellti boltanum í netið eftir frábæra sendingu í gegnum vörn Plzen frá Dembele og lokatölur voru 5-1.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti