Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 19:54 Á undanförnum árum hefur oft verið boðað til mótmæla vegna brottvísana hælisleitenda héðan og hafa þau stundum orðið til þess að fallið hefur verið frá því að senda fólk úr landi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Það hefur ekki gengið vel að koma breytingum á útlendingalögum í gegnum Alþingi. Nú ætlar dómsmálaráðherra að reyna í fimmta skipti og boðar frumvarp í upphafi þings en þing kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var gagnrýnt af mörgum stjórnarandstöðuflokkum og fjölda samtaka í samfélaginu áður en það dagaði uppi á síðasta þingi. Ráðherra segir frumvarpið nú efnislega það sama en tillit hafi verið tekið til einhverra umsagna sem komu fram í ítarlegri málsmeðferð Alþingis. Breytingarnar væru mjög mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögum um útlendinga. Löggjöfin sé oft misnotuð enda engin tilviljun hvað flóttamönnum á Íslandi hafi fjölgað mikið.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun að það er. Hér er bara miklu auðveldara að koma á grundvelli verndarkerfisins en til annarra Evrópu landa. Að mörgu leyti er þar um að ræða misnotkun á verndarkerfinu sem er auðvitað alvarlegt,“ segir Jón. Hingað væri til að mynda að koma fólk frá löndum sem þegar hefði fengið vernd í löndum sem Íslendingar og aðrar þjóðir skilgreindu örugg. Þessu fólki væri stundum ruglað saman við fólk sem vildi koma hingað til að vinna. „Ég er mjög hlynntur því. Þeim breytingum. En það á að gerast á grundvelli þess að koma hingað og sækja um dvalar- og atvinnuleyfi. En ekki á grundvelli þess að sækja um vernd á flótta vegna þess að líf þitt og limir eru í hættu,“ segir dómsmálaráðherra. Hann tæki undir með atvinnulífinu um að auðvelda þyrfti fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til lands að vinna. Það væri hins vegar á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. Hælisleitendur mótmæla aðbúnaði og brotvikningum á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Fjórtán samtök eins og Geðhjálp, Amenesty og Rauði krossinn afhentu stjórnvöldum ákall í dag þar sem segir m.a. að mikilvægt væri að samráð væri haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum kæmu. - Skora samtökin því á ríkisstjórnina að dýpka samtalið og samráðið og skipa starfshóp með fulltrúum hagsmunaaðila í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir málið hafa verið í gerjun á vettvangi ríkisstjórnar og þings í fjögur ár. „Þar hafa allir þessir aðilar komið skoðunum sínum og viðhorfum á framfæri. Það er spurning hvað er þá átt við þegar sagt er að það sé ekki samráð. Það er auðvitað verið að vinna með þessar umsagnir og tillögur sem hafa komið fram. Það er verið að líta til þess. En það eru auðvitað misjafnar skoðanir fólks á því hversu langt á að ganga. Það er verið að leggja þetta frumvarp fram til að breyta hér forsendum,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má lesa ákall samtakanna fjórtan í heild sinni: Reykjavík, 6. september 2022 Ákall um samráð við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga Nú liggur fyrir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, muni leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga í fimmta sinn á haustþingi Alþingis og mun frumvarpið vera eitt af fyrstu þingmálunum. Hinn 19. maí sl. lýsti mikill meirihluti undirritaðra aðila yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum en án árangurs. Líkt og fram kom í viljayfirlýsingunni er nauðsynlegt að útlendingalöggjöfin verði þróuð áfram af ábyrgð og raunsæi til framtíðar. Til að tryggja víðtæka sátt sé mikilvægt að auka traust og gagnsæi um ákvarðanir útlendingayfirvalda, sem og móta skýra og heildstæða stefnu í málaflokknum, enda væri það í anda stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og markmiða hennar. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins lýstu umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni þess. Áríðandi er að mikilvægar lagabreytingar í málaflokknum séu unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Við vinnslu frumvarpsins sem lagt var fram í vor var lítið horft til þess en núgildandi lög um útlendinga sem tóku gildi í upphafi árs 2017 voru unnin í þverpólitísku og þverfaglegu samráði við hagaðila í málaflokknum. Mikilvægt er að verndarkerfið sé í stakk búið til að mæta þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni en það er ekki síður mikilvægt að breytingar séu unnar í sátt og samráði við fagaðila. Í ljósi framangreinds óskum við undirrituð eftir því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að dýpka samtalið og samráðið og skipa starfshóp með fulltrúum hagsmunaaðila í málaflokknum svo hægt verði að ná þeirri faglegu sátt sem áður hefur tekist við mótun laganna. Geðhjálp Hjálparstarf kirkjunnar Íslandsdeild Amnesty International Íslenska þjóðkirkjan Kvenréttindafélag Íslands Landssamtökin Þroskahjálp Mannréttindaskrifstofa Íslands Rauði krossinn á Íslandi Samtökin ´78 Siðmennt Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi UNICEF á Íslandi UN Women á Íslandi Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitarfélögunum Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki. 1. september 2022 15:01 Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. 22. júlí 2022 20:00 Undirbúningur brottvísana til Grikklands hafinn Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að undirbúningur brottvísana flóttafólks úr landi sé hafinn. 30. júní 2022 14:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Það hefur ekki gengið vel að koma breytingum á útlendingalögum í gegnum Alþingi. Nú ætlar dómsmálaráðherra að reyna í fimmta skipti og boðar frumvarp í upphafi þings en þing kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var gagnrýnt af mörgum stjórnarandstöðuflokkum og fjölda samtaka í samfélaginu áður en það dagaði uppi á síðasta þingi. Ráðherra segir frumvarpið nú efnislega það sama en tillit hafi verið tekið til einhverra umsagna sem komu fram í ítarlegri málsmeðferð Alþingis. Breytingarnar væru mjög mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögum um útlendinga. Löggjöfin sé oft misnotuð enda engin tilviljun hvað flóttamönnum á Íslandi hafi fjölgað mikið.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun að það er. Hér er bara miklu auðveldara að koma á grundvelli verndarkerfisins en til annarra Evrópu landa. Að mörgu leyti er þar um að ræða misnotkun á verndarkerfinu sem er auðvitað alvarlegt,“ segir Jón. Hingað væri til að mynda að koma fólk frá löndum sem þegar hefði fengið vernd í löndum sem Íslendingar og aðrar þjóðir skilgreindu örugg. Þessu fólki væri stundum ruglað saman við fólk sem vildi koma hingað til að vinna. „Ég er mjög hlynntur því. Þeim breytingum. En það á að gerast á grundvelli þess að koma hingað og sækja um dvalar- og atvinnuleyfi. En ekki á grundvelli þess að sækja um vernd á flótta vegna þess að líf þitt og limir eru í hættu,“ segir dómsmálaráðherra. Hann tæki undir með atvinnulífinu um að auðvelda þyrfti fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til lands að vinna. Það væri hins vegar á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. Hælisleitendur mótmæla aðbúnaði og brotvikningum á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Fjórtán samtök eins og Geðhjálp, Amenesty og Rauði krossinn afhentu stjórnvöldum ákall í dag þar sem segir m.a. að mikilvægt væri að samráð væri haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum kæmu. - Skora samtökin því á ríkisstjórnina að dýpka samtalið og samráðið og skipa starfshóp með fulltrúum hagsmunaaðila í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir málið hafa verið í gerjun á vettvangi ríkisstjórnar og þings í fjögur ár. „Þar hafa allir þessir aðilar komið skoðunum sínum og viðhorfum á framfæri. Það er spurning hvað er þá átt við þegar sagt er að það sé ekki samráð. Það er auðvitað verið að vinna með þessar umsagnir og tillögur sem hafa komið fram. Það er verið að líta til þess. En það eru auðvitað misjafnar skoðanir fólks á því hversu langt á að ganga. Það er verið að leggja þetta frumvarp fram til að breyta hér forsendum,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má lesa ákall samtakanna fjórtan í heild sinni: Reykjavík, 6. september 2022 Ákall um samráð við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga Nú liggur fyrir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, muni leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga í fimmta sinn á haustþingi Alþingis og mun frumvarpið vera eitt af fyrstu þingmálunum. Hinn 19. maí sl. lýsti mikill meirihluti undirritaðra aðila yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum en án árangurs. Líkt og fram kom í viljayfirlýsingunni er nauðsynlegt að útlendingalöggjöfin verði þróuð áfram af ábyrgð og raunsæi til framtíðar. Til að tryggja víðtæka sátt sé mikilvægt að auka traust og gagnsæi um ákvarðanir útlendingayfirvalda, sem og móta skýra og heildstæða stefnu í málaflokknum, enda væri það í anda stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og markmiða hennar. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins lýstu umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni þess. Áríðandi er að mikilvægar lagabreytingar í málaflokknum séu unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Við vinnslu frumvarpsins sem lagt var fram í vor var lítið horft til þess en núgildandi lög um útlendinga sem tóku gildi í upphafi árs 2017 voru unnin í þverpólitísku og þverfaglegu samráði við hagaðila í málaflokknum. Mikilvægt er að verndarkerfið sé í stakk búið til að mæta þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni en það er ekki síður mikilvægt að breytingar séu unnar í sátt og samráði við fagaðila. Í ljósi framangreinds óskum við undirrituð eftir því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að dýpka samtalið og samráðið og skipa starfshóp með fulltrúum hagsmunaaðila í málaflokknum svo hægt verði að ná þeirri faglegu sátt sem áður hefur tekist við mótun laganna. Geðhjálp Hjálparstarf kirkjunnar Íslandsdeild Amnesty International Íslenska þjóðkirkjan Kvenréttindafélag Íslands Landssamtökin Þroskahjálp Mannréttindaskrifstofa Íslands Rauði krossinn á Íslandi Samtökin ´78 Siðmennt Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi UNICEF á Íslandi UN Women á Íslandi Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ
Reykjavík, 6. september 2022 Ákall um samráð við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga Nú liggur fyrir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, muni leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga í fimmta sinn á haustþingi Alþingis og mun frumvarpið vera eitt af fyrstu þingmálunum. Hinn 19. maí sl. lýsti mikill meirihluti undirritaðra aðila yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum en án árangurs. Líkt og fram kom í viljayfirlýsingunni er nauðsynlegt að útlendingalöggjöfin verði þróuð áfram af ábyrgð og raunsæi til framtíðar. Til að tryggja víðtæka sátt sé mikilvægt að auka traust og gagnsæi um ákvarðanir útlendingayfirvalda, sem og móta skýra og heildstæða stefnu í málaflokknum, enda væri það í anda stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og markmiða hennar. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins lýstu umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni þess. Áríðandi er að mikilvægar lagabreytingar í málaflokknum séu unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Við vinnslu frumvarpsins sem lagt var fram í vor var lítið horft til þess en núgildandi lög um útlendinga sem tóku gildi í upphafi árs 2017 voru unnin í þverpólitísku og þverfaglegu samráði við hagaðila í málaflokknum. Mikilvægt er að verndarkerfið sé í stakk búið til að mæta þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni en það er ekki síður mikilvægt að breytingar séu unnar í sátt og samráði við fagaðila. Í ljósi framangreinds óskum við undirrituð eftir því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að dýpka samtalið og samráðið og skipa starfshóp með fulltrúum hagsmunaaðila í málaflokknum svo hægt verði að ná þeirri faglegu sátt sem áður hefur tekist við mótun laganna. Geðhjálp Hjálparstarf kirkjunnar Íslandsdeild Amnesty International Íslenska þjóðkirkjan Kvenréttindafélag Íslands Landssamtökin Þroskahjálp Mannréttindaskrifstofa Íslands Rauði krossinn á Íslandi Samtökin ´78 Siðmennt Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi UNICEF á Íslandi UN Women á Íslandi Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitarfélögunum Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki. 1. september 2022 15:01 Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. 22. júlí 2022 20:00 Undirbúningur brottvísana til Grikklands hafinn Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að undirbúningur brottvísana flóttafólks úr landi sé hafinn. 30. júní 2022 14:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitarfélögunum Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki. 1. september 2022 15:01
Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. 22. júlí 2022 20:00
Undirbúningur brottvísana til Grikklands hafinn Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að undirbúningur brottvísana flóttafólks úr landi sé hafinn. 30. júní 2022 14:42