Engin tilboð bárust í Vífilsstaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 13:42 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í. „Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan. Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira
„Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan.
Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira