Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 14:21 Myndin þykir afar góð og gæti Fraser unnið til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Getty/Franco Origlia Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. Fraser hefur verið fjarlægur sviðsljósinu síðustu ár en hann hafði ekki fengið stórt hlutverk í Hollywood síðan árið 2013. Hann greindi frá því árið 2018 að honum hafi verið bolað úr Hollywood eftir að hafa greint frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association. Fraser fékk aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Darren Aronofsky, The Whale, þar sem hann leikur hinn 270 kílóa Charlie sem er í hjólastól og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Myndin sló í gegn og klöppuðu áhorfendur stanslaust í átta mínútur eftir að sýningunni lauk. Það virtist sem að Fraser væri afar ánægður að vera mættur aftur á hvíta tjaldið og felldi hann tár. The standing ovation for #TheWhale was so enthusiastic, Brendan Fraser tried to leave the theater but the crowd s applause made him stay. #Venezia79 pic.twitter.com/ZZ0vbFX7Rl— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 4, 2022 Von er á The Whale í kvikmyndahúsum í desember á þessu ári en talið er að myndin gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd og að Fraser gæti einnig fengið verðlaun á hátíðinni fyrir leik sinn. Kvikmyndin Tár eftir Todd Field var einnig frumsýnd á hátíðinni en Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og gerði Hildur Guðnadóttir tónlistina. Talið er að Hildur gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir myndina. Hollywood Bíó og sjónvarp Ítalía Tengdar fréttir Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 27. júlí 2022 14:10 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fraser hefur verið fjarlægur sviðsljósinu síðustu ár en hann hafði ekki fengið stórt hlutverk í Hollywood síðan árið 2013. Hann greindi frá því árið 2018 að honum hafi verið bolað úr Hollywood eftir að hafa greint frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association. Fraser fékk aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Darren Aronofsky, The Whale, þar sem hann leikur hinn 270 kílóa Charlie sem er í hjólastól og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Myndin sló í gegn og klöppuðu áhorfendur stanslaust í átta mínútur eftir að sýningunni lauk. Það virtist sem að Fraser væri afar ánægður að vera mættur aftur á hvíta tjaldið og felldi hann tár. The standing ovation for #TheWhale was so enthusiastic, Brendan Fraser tried to leave the theater but the crowd s applause made him stay. #Venezia79 pic.twitter.com/ZZ0vbFX7Rl— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 4, 2022 Von er á The Whale í kvikmyndahúsum í desember á þessu ári en talið er að myndin gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd og að Fraser gæti einnig fengið verðlaun á hátíðinni fyrir leik sinn. Kvikmyndin Tár eftir Todd Field var einnig frumsýnd á hátíðinni en Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og gerði Hildur Guðnadóttir tónlistina. Talið er að Hildur gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir myndina.
Hollywood Bíó og sjónvarp Ítalía Tengdar fréttir Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 27. júlí 2022 14:10 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 27. júlí 2022 14:10
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22