Lífið

Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Risastórt verkefni sem tók alls fjögur ár. 
Risastórt verkefni sem tók alls fjögur ár. 

Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum.

Þau létu rífa það niður og ákváðu að byggja parhús á sama stað. Það má með sanni segja að verkefnið hafi verið mikið og stórt.

Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins.

Fagmenn sem komu að verkefninu höfðu hreinlega aldrei séð annað eins og tók marga mánuði að ná grunninum réttum.

Allskyns byggingarleyfi og pappírsvinna varð erfiðari en vinahjónin höfðu gert ráð fyrir, heimsfaraldur setti strik í reikninginn og rándýrir gluggar mígláku eftir að þeir höfðu verið settir upp.

Fjallar er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2 og var fyrri hlutinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús





Fleiri fréttir

Sjá meira


×