Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Sverrir Mar Smárason skrifar 2. september 2022 19:45 Dagný Brynjars var valin maður leiksins í kvöld. Hér fagnar hún öðru marki sínu í leiknum. Vísir/ Hulda Margrét Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. Yfirburðirnir voru algjörir frá byrjun og eftir 18. mínútna leik var Ísland komið í 2-0 með tveimur mörkum frá Söru Björk, fyrirliða. Íslands skoraði svo 4 mörk í síðari hálfleik en Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö á meðan Glódís Perla og Selma Sól gerðu sitthvort markið. Byrjunarlið: Sandra Sigurðardóttir markvörður 6 Hafði alveg ofboðslega lítið að gera í markinu í dag. Fékk ekkert skot á markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Gríðarlega örugg varnarlega og átti fína spretti upp völlinn. Glódís Perla, miðvörður 7 Glódís gerði allt rétt í dag og bætti hefðbundna frammistöðu með frábæru skallamarki eftir horn. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Steig ekki feilspor varnarlega auk þess að stýra vel liðinu fyrir framan sig. Áslaug Munda, vinstri bakvörður 7 Fór líklega langt með það í dag að eigna sér vinstri bakvarðar stöðuna með þessari frammistöðu, sérstaklega sóknarlega. Margar góðar sendingar og dugleg að koma upp í sóknina. Örugg varnarlega. Sara Björk (F), miðjumaður 9 Frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í dag. Skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði svo upp það þriðja á Dagnýju ásamt því að vinna gríðarlega vel fyrir liðið. Fyrirliðinn var mikið gagnrýnd eftir EM í sumar en svaraði því með öflugri frammistöðu í dag. Dagný Brynjars, miðjumaður 9, Maður leiksins Frábær leikur hjá Dagnýju. Vann erfiðu vinnuna á miðjunni allan leikinn ásamt því að sýna enn og aftur hversu öflug hún er í að skila sér inn í teig andstæðinganna. Dagný skoraði tvö mörk í dag og jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur í 2. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands. Gunnhildur Yrsa, miðjumaður 7 Frábær í hápressunni allan tímann og hirti upp marga dauða bolta. Gerði aðra leikmenn í kringum sig betri og vann talsvert mikla vinnu inni á vellinum. Amanda Andradóttir, hægri kantmaður 8 Mjög góður leikur hjá Amöndu sem fór oft illa með varnarmenn Hvít-Rússa. Þrátt fyrir að tekið var af henni fyrsta landsliðsmarkið þá átti hún stóran þátt í tveimur mörkum því hún sótti vítið sem Sara Björk skoraði úr og lagði upp mark Glódísar. Sveindís Jane, vinstri kantmaður: 8 Gjörsamlega magnaður leikmaður sem bara vex og vex. Leggur upp tvö mörk í dag og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Varnarmenn Hvíta-Rússlands réðu ekkert við hana. Berglind Björg, framherji 5 Berglind Björg náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit í dag. Hélt á tíðum boltanum illa og blandaði sér lítið í sóknarleikinn. Aðallega vegna þess að flestar sóknir Íslands fóru upp kantana. Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - 7 Kom inn fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir á 63. mínútu Flott innkoma hjá Selmu sem var fljót að koma sér inn í leikinn. Skoraði sjötta mark Íslands. Elín Metta Jensen 6 - Kom inn fyrir Berglind Björg Þorvaldsóttir á 63. mínútu Þokkaleg innkoma. Gott að sjá hana á vellinum. Gerði lítið. Elísa Viðarsdóttir 6 - Kom inn fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á 63. mínútu Lítið að gera varnarlega en fín sóknarlega. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Amanda Andradóttir á 77. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 77. mínútu Lagði upp sjötta markið á Selmu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Sjá meira
Yfirburðirnir voru algjörir frá byrjun og eftir 18. mínútna leik var Ísland komið í 2-0 með tveimur mörkum frá Söru Björk, fyrirliða. Íslands skoraði svo 4 mörk í síðari hálfleik en Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö á meðan Glódís Perla og Selma Sól gerðu sitthvort markið. Byrjunarlið: Sandra Sigurðardóttir markvörður 6 Hafði alveg ofboðslega lítið að gera í markinu í dag. Fékk ekkert skot á markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Gríðarlega örugg varnarlega og átti fína spretti upp völlinn. Glódís Perla, miðvörður 7 Glódís gerði allt rétt í dag og bætti hefðbundna frammistöðu með frábæru skallamarki eftir horn. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Steig ekki feilspor varnarlega auk þess að stýra vel liðinu fyrir framan sig. Áslaug Munda, vinstri bakvörður 7 Fór líklega langt með það í dag að eigna sér vinstri bakvarðar stöðuna með þessari frammistöðu, sérstaklega sóknarlega. Margar góðar sendingar og dugleg að koma upp í sóknina. Örugg varnarlega. Sara Björk (F), miðjumaður 9 Frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í dag. Skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði svo upp það þriðja á Dagnýju ásamt því að vinna gríðarlega vel fyrir liðið. Fyrirliðinn var mikið gagnrýnd eftir EM í sumar en svaraði því með öflugri frammistöðu í dag. Dagný Brynjars, miðjumaður 9, Maður leiksins Frábær leikur hjá Dagnýju. Vann erfiðu vinnuna á miðjunni allan leikinn ásamt því að sýna enn og aftur hversu öflug hún er í að skila sér inn í teig andstæðinganna. Dagný skoraði tvö mörk í dag og jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur í 2. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands. Gunnhildur Yrsa, miðjumaður 7 Frábær í hápressunni allan tímann og hirti upp marga dauða bolta. Gerði aðra leikmenn í kringum sig betri og vann talsvert mikla vinnu inni á vellinum. Amanda Andradóttir, hægri kantmaður 8 Mjög góður leikur hjá Amöndu sem fór oft illa með varnarmenn Hvít-Rússa. Þrátt fyrir að tekið var af henni fyrsta landsliðsmarkið þá átti hún stóran þátt í tveimur mörkum því hún sótti vítið sem Sara Björk skoraði úr og lagði upp mark Glódísar. Sveindís Jane, vinstri kantmaður: 8 Gjörsamlega magnaður leikmaður sem bara vex og vex. Leggur upp tvö mörk í dag og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Varnarmenn Hvíta-Rússlands réðu ekkert við hana. Berglind Björg, framherji 5 Berglind Björg náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit í dag. Hélt á tíðum boltanum illa og blandaði sér lítið í sóknarleikinn. Aðallega vegna þess að flestar sóknir Íslands fóru upp kantana. Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - 7 Kom inn fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir á 63. mínútu Flott innkoma hjá Selmu sem var fljót að koma sér inn í leikinn. Skoraði sjötta mark Íslands. Elín Metta Jensen 6 - Kom inn fyrir Berglind Björg Þorvaldsóttir á 63. mínútu Þokkaleg innkoma. Gott að sjá hana á vellinum. Gerði lítið. Elísa Viðarsdóttir 6 - Kom inn fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á 63. mínútu Lítið að gera varnarlega en fín sóknarlega. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Amanda Andradóttir á 77. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 77. mínútu Lagði upp sjötta markið á Selmu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Sjá meira
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti