Er alltaf best að sigra? Eva María Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 14:31 Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar