AC hafði betur í mögnuðum Mílanóslag Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. september 2022 18:00 Öflugir. vísir/Getty Ítalíumeistarar AC Milan höfðu betur í Derby della Madonnina, þar sem liðið atti kappi við erkifjendur sína í Inter Milan í mögnuðum leik á San Siro í dag. Marcelo Brozovic, miðjumaður Inter, opnaði markareikninginn eftir 21 mínútu þegar hann lagði boltann snyrtilega framhjá Mike Maignan en Rafael Leao var fljótur að jafna metin fyrir AC Milan þegar hann skoraði með þrumuskoti á 28.mínútu. AC Milan tók forystuna í leiknum með marki Olivier Giroud snemma í síðari hálfleik og Rafael Leao bætti við öðru marki sínu og þriðja marki AC Milan eftir klukkutíma leik í kjölfar lélegs varnarleiks hjá Inter. Edin Dzeko kom inn af bekknum í kjölfarið og var fljótur að minnka muninn fyrir Inter með laglegu marki á 67.mínútu. Inter reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og 3-2 sigur AC Milan staðreynd. AC Milan eru enn taplausir eftir fimm leiki í ítölsku úrvalsdeildinni en þetta var annað tap Inter. Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar AC Milan höfðu betur í Derby della Madonnina, þar sem liðið atti kappi við erkifjendur sína í Inter Milan í mögnuðum leik á San Siro í dag. Marcelo Brozovic, miðjumaður Inter, opnaði markareikninginn eftir 21 mínútu þegar hann lagði boltann snyrtilega framhjá Mike Maignan en Rafael Leao var fljótur að jafna metin fyrir AC Milan þegar hann skoraði með þrumuskoti á 28.mínútu. AC Milan tók forystuna í leiknum með marki Olivier Giroud snemma í síðari hálfleik og Rafael Leao bætti við öðru marki sínu og þriðja marki AC Milan eftir klukkutíma leik í kjölfar lélegs varnarleiks hjá Inter. Edin Dzeko kom inn af bekknum í kjölfarið og var fljótur að minnka muninn fyrir Inter með laglegu marki á 67.mínútu. Inter reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og 3-2 sigur AC Milan staðreynd. AC Milan eru enn taplausir eftir fimm leiki í ítölsku úrvalsdeildinni en þetta var annað tap Inter.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti