Ásta komst í fréttirnar fyrir skömmu og var gagnrýnd vegna eigin mánaðarlauna en hún er með 3,2 milljónir á mánuði í laun.
Mikil ólga hefur ríkt innan Festi en fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Eggert Þór Kristófersson hvarf frá stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins nú í ágúst og tók Magnús Kr. Ingason við keflinu.
Heildartekjur Festi á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu tæplega þrjátíu milljörðum króna en virði verðbréfa fyrirtækisins hefur lækkað um tæplega átta prósent á síðustu tveimur vikum.