Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 20:02 Mikhail Gorbachev þá nýkjörinn leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna hittust fyrst á leiðtogafundi í Genf í Sviss í nóvember 1985, eða rétt um ári áður en þeir áttu fundinn í Höfða. AP/ Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður. Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás
Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46