„Við erum að fara niður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 15:02 Bíllinn er talinn ónýtur eftir hálfs árs veru í Norður-Íshafi. Transglobal Car Expedition. Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst. Leiðangurinn var á vegum samtakanna Transglobal Car Expedition. Markmiðið var að keyra frá Yellowknife í Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut. Ætlunin var að klára fyrstu bílferðina frá meginlandi Kanada hátt upp á Norðurslóðir. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks tók þátt í leiðangrinum sem farinn var á þremur Ford F-150 jeppum og fjórum öðrum jeppum. Ford-jeppunum hafði verið breytt af Arctic Trucks. Óhappið varð á leiðinni til baka Leiðin að Resolute Bay gekk stóráfallalaust fyrir sig. Það var hins vegar á leiðinni til baka sem óhappið varð. Verið var að fara yfir ísbreiðuna þegar ísinn gaf sig og einn af Ford bílunum byrjaði að sökkva. Leiðin sem farin var er rauðmerkt. Guli punkturinn táknar staðinn þar sem bíllinn fór í hafið.Arctic Trucks. „Við erum að fara niður,“ segist Torfi Birkir Jóhannsson, bílstjóri bílsins, hafa öskrað í talstöðina þegar hann fann að bíllinn var að sökkva. Hann rifjaði upp atburðinn í færslu á Facebook-síðu Arctic Trucks á dögunum, þar sem vel hefur verið fylgst með björgunaraðgerðum. „Ég áttaði mig fljótt á því hvað var að gerast. Ég reyndi að gefa bílnum inn en ekkert gerðist,“ er haft eftir Torfa. Það var þá sem Torfi kallaði í talstöðina að bíllinn væri að sökkva. Reyndi hann að opna bílstjórahurðina án árangurs. Skipaði hann þá farþega bílsins að opna sína hurð. Komust þeir báðir út og upp á þak. „Mig grunaði að það væri mjög djúpt á þessu svæði og að við myndum glata bílnum,“ segist Torfi hafa hugsað. Torfi Birkir Jóhannsson með vegabréfið sitt sem var í bílnum sem dregin var á flot.Arctic Trucks Hann hafi því íhugað hvernig væri best að vinna úr stöðuna sem upp var komin. „Ég ákvað að opna farangursrýmið á þakinu og ná í utanyfirklæðnaðinn,“ er haft eftir Torfa þar sem hann hafi óttast að annar Ford-jeppi sem væri á eftir þeim gæti einnig farið niður í ísinn. Gat Torfi náð í fjóra poka áður en hann hoppaði af bílnum yfir á ísinn. Bíllinn sökk svo niður á nokkurra metra dýpi. Allir komust heilir á húfi til byggða. Bíllinn var dreginn á þurrt land Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að koma bílnum aftur upp á þurrt land. Í ágúst hófst björgunarleiðangurinn og voru Torfi og Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, hluti af honum. Svæðið sem um ræðir er hrjóstrugt.Transglobal Car Expedition. Sem fyrr segir var ferlinu lýst á Facebook-síðu Arctic Trucks. Þar kemur fram að í síðustu vikuhafi björgunarmennirnir komið auga á bílinn. Hafði hann þá færst til þannig að hann lá á toppnum, á fimmtán metra dýpi. Kafarasveit var send á vettvang til að kanna aðstæður, sem reyndust nokkuð snúnar sökum straumþunga á svæðinu. Ágætar veðuraðstæður voru hins vegar á þessu slóðum í vikunni og var því ákveðið að láta reyna á það að ná bílnum upp. Teymi kafara sinnti undirbúningnum. Línur og flothylkjum var komið fyrir á bílnum sem var hægt og rólega færður á grynnra svæði áður en hann var dreginn í rólegheitum á þurrt land. Reiknað með að bíllinn sé ónýtur eftir volkið í hafinu Bíllinn var svo fluttur með þyrlu til Gjoa Haven, áður en hann verður endanlega fluttur til Montreal í Kanada Bíllinn var fluttur á brott með þyrlu.Transglobal Car Expedition. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að bíllinn sé ónýtur eftir um það bil hálfs árs dvöl í hinu ískalda Norður-Íshafi. Ríkisútvarpið greindi frá því í vor að íbúar á svæðinu hefðu áhyggjur af mengun af völdum bílsins, sem sökk á veiðilendum þeirra. Í fréttatilkynningu frá Transglobal Car Expedition vegna björgunarinnar segir að hún hafi verið unnin í náinni samvinnu við heimamenn. Bíllinn var dreginn hægt og rólega á land.Transglobal Car Expedition. Alls voru fjórir heimamenn í hópi þeirra tólf sem komu að björguninni sjálfri. Haft er eftir Andew Comrie-Picard, kanadískum leiðangursmanni, í fréttatilkynningu um björgunina að það hafi verið ánægjulegt að starfa með þeim. „Það voru forréttindi að hafa þá með okkur til að sýna okkur tjaldbúðir og veiðilendur þeirra sem ná hundruð ár aftur í tímann, á eyju sem sem lítur út fyrir að vera óbyggð. Hún er það ekki. Þetta er land forfeðra þeirra.“ Kanada Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Leiðangurinn var á vegum samtakanna Transglobal Car Expedition. Markmiðið var að keyra frá Yellowknife í Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut. Ætlunin var að klára fyrstu bílferðina frá meginlandi Kanada hátt upp á Norðurslóðir. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks tók þátt í leiðangrinum sem farinn var á þremur Ford F-150 jeppum og fjórum öðrum jeppum. Ford-jeppunum hafði verið breytt af Arctic Trucks. Óhappið varð á leiðinni til baka Leiðin að Resolute Bay gekk stóráfallalaust fyrir sig. Það var hins vegar á leiðinni til baka sem óhappið varð. Verið var að fara yfir ísbreiðuna þegar ísinn gaf sig og einn af Ford bílunum byrjaði að sökkva. Leiðin sem farin var er rauðmerkt. Guli punkturinn táknar staðinn þar sem bíllinn fór í hafið.Arctic Trucks. „Við erum að fara niður,“ segist Torfi Birkir Jóhannsson, bílstjóri bílsins, hafa öskrað í talstöðina þegar hann fann að bíllinn var að sökkva. Hann rifjaði upp atburðinn í færslu á Facebook-síðu Arctic Trucks á dögunum, þar sem vel hefur verið fylgst með björgunaraðgerðum. „Ég áttaði mig fljótt á því hvað var að gerast. Ég reyndi að gefa bílnum inn en ekkert gerðist,“ er haft eftir Torfa. Það var þá sem Torfi kallaði í talstöðina að bíllinn væri að sökkva. Reyndi hann að opna bílstjórahurðina án árangurs. Skipaði hann þá farþega bílsins að opna sína hurð. Komust þeir báðir út og upp á þak. „Mig grunaði að það væri mjög djúpt á þessu svæði og að við myndum glata bílnum,“ segist Torfi hafa hugsað. Torfi Birkir Jóhannsson með vegabréfið sitt sem var í bílnum sem dregin var á flot.Arctic Trucks Hann hafi því íhugað hvernig væri best að vinna úr stöðuna sem upp var komin. „Ég ákvað að opna farangursrýmið á þakinu og ná í utanyfirklæðnaðinn,“ er haft eftir Torfa þar sem hann hafi óttast að annar Ford-jeppi sem væri á eftir þeim gæti einnig farið niður í ísinn. Gat Torfi náð í fjóra poka áður en hann hoppaði af bílnum yfir á ísinn. Bíllinn sökk svo niður á nokkurra metra dýpi. Allir komust heilir á húfi til byggða. Bíllinn var dreginn á þurrt land Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að koma bílnum aftur upp á þurrt land. Í ágúst hófst björgunarleiðangurinn og voru Torfi og Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, hluti af honum. Svæðið sem um ræðir er hrjóstrugt.Transglobal Car Expedition. Sem fyrr segir var ferlinu lýst á Facebook-síðu Arctic Trucks. Þar kemur fram að í síðustu vikuhafi björgunarmennirnir komið auga á bílinn. Hafði hann þá færst til þannig að hann lá á toppnum, á fimmtán metra dýpi. Kafarasveit var send á vettvang til að kanna aðstæður, sem reyndust nokkuð snúnar sökum straumþunga á svæðinu. Ágætar veðuraðstæður voru hins vegar á þessu slóðum í vikunni og var því ákveðið að láta reyna á það að ná bílnum upp. Teymi kafara sinnti undirbúningnum. Línur og flothylkjum var komið fyrir á bílnum sem var hægt og rólega færður á grynnra svæði áður en hann var dreginn í rólegheitum á þurrt land. Reiknað með að bíllinn sé ónýtur eftir volkið í hafinu Bíllinn var svo fluttur með þyrlu til Gjoa Haven, áður en hann verður endanlega fluttur til Montreal í Kanada Bíllinn var fluttur á brott með þyrlu.Transglobal Car Expedition. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að bíllinn sé ónýtur eftir um það bil hálfs árs dvöl í hinu ískalda Norður-Íshafi. Ríkisútvarpið greindi frá því í vor að íbúar á svæðinu hefðu áhyggjur af mengun af völdum bílsins, sem sökk á veiðilendum þeirra. Í fréttatilkynningu frá Transglobal Car Expedition vegna björgunarinnar segir að hún hafi verið unnin í náinni samvinnu við heimamenn. Bíllinn var dreginn hægt og rólega á land.Transglobal Car Expedition. Alls voru fjórir heimamenn í hópi þeirra tólf sem komu að björguninni sjálfri. Haft er eftir Andew Comrie-Picard, kanadískum leiðangursmanni, í fréttatilkynningu um björgunina að það hafi verið ánægjulegt að starfa með þeim. „Það voru forréttindi að hafa þá með okkur til að sýna okkur tjaldbúðir og veiðilendur þeirra sem ná hundruð ár aftur í tímann, á eyju sem sem lítur út fyrir að vera óbyggð. Hún er það ekki. Þetta er land forfeðra þeirra.“
Kanada Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira