Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 18:09 Gerður segir að múffur sem keyptar eru í bakaríi séu ekki að rugla fólk sem kaupir múffur í kynlífstækjaverslunum. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla. Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla.
Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira