Viðbragðsáætlun hefði legið fyrir í FSu ef ráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 20:31 Sólborg Guðbrandsdóttir fer fljótlega á fund með mennta- og barnamálaráðherra. vísir Viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands ef menntamálaráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum sem unnar voru á síðasta ári. Þetta segir formaður starfshóps sem vann skýrsluna og telur miður að hún hafi endað í skúffu ráðuneytisins. Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira