Fyrir tveimur vikum fann fjölskylda í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi tvö lík í ferðatöskum sem þau höfðu keypt á uppboði. Töskurnar höfðu verið læstar í geymslu í nokkur ár þegar fjölskyldan keypti þær.
Farið var strax í vinnu í að bera kennsl á börnin en þau höfðu verið látin í nokkur ár. Á föstudaginn greindi lögreglan frá því að búið væri að bera kennsl á líkin og að nöfn barnanna yrðu ekki gerð opinber að ósk fjölskyldu þeirra.
Í síðustu viku greindi lögreglan einnig frá því að mögulega væri búið að finna móður barnanna en hún hafði búið í Suður-Kóreu í nokkur ár. Hún var ekki handtekin en yfirvöld á Nýja-Sjálandi og Suður-Kóreu vinna nú saman að rannsókn málsins.
Töskurnar sem líkin voru í voru geymdar í geymslurými í mörg ár og var innihald rýmisins sett á uppboð þegar leigjandinn hafði ekki greitt leigu sína í nokkurn tíma. Meðal annarra hluta í rýminu voru barnavagnar og barnaleikföng.