Laumaði Lars framhjá dyravörðum og starfsfólki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 23:01 Hér sést Lars í bakgrunninum við myndavegg Bullseye. Honum var rænt þaðan í gærkvöldi. Friðrik Grétarsson Heimilisbangsanum á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut var stolið í gærkvöldi. Rekstrarstjórinn segir málið vera dapurlegt í alla staði og skorar á þjófinn að skila bangsanum. Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira