Laumaði Lars framhjá dyravörðum og starfsfólki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 23:01 Hér sést Lars í bakgrunninum við myndavegg Bullseye. Honum var rænt þaðan í gærkvöldi. Friðrik Grétarsson Heimilisbangsanum á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut var stolið í gærkvöldi. Rekstrarstjórinn segir málið vera dapurlegt í alla staði og skorar á þjófinn að skila bangsanum. Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira