Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 19:58 Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árborg Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03