Brutu jafnréttislög þegar konu var sagt upp vegna kynferðislegra tilburða Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 10:16 Kærunefndin taldi Strætó ekki hafa náð að sýna fram á að uppsögnin hafi verið framkvæmt með lögmætum hætti. Vísir/Vilhelm Strætó bs. braut gegn jafnréttislögum þegar stjórnendur sögðu konu upp störfum eftir að kvartað var yfir óviðeigandi skilaboðum hennar til samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála en fjallað er um málið í nýrri ársskýrslu nefndarinnar. Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.
Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira