Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:20 Antonio Manuel Guerrero, einn mannanna fimm sem var dæmdur fyrir nauðgunina í Pamplona árið 2016. epa/Raul Caro Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Lagabreytinguna má rekja til kynferðisbrotamáls þar sem 18 ára konu var nauðgað af fimm mönnum þegar nautahlaupið í Pamplóna stóð yfir árið 2016. Mennirnir tóku árásina upp og á myndskeiði mátti sjá konuna liggja kyrra með lokuð augun á meðan þeir nauðguðu henni. Á neðri dómstigum voru mennirnir aðeins dæmdir fyrir kynferðislega misnotkun, þar sem dómarar féllust á það sjónarmið verjenda þeirra að konan hefði ekki streyst á móti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2019 að á engum tíma hefði konan veitt samþykki fyrir kynlífinu og ástæða þess að hún hefði ekki barist á móti væri að hún hefði verið óttaslegin og ekki getað komist undan. Hæstiréttur dæmdi mennina í 15 ára fangelsi. Málið vakti gríðarlega athygli og reiði. Konur fagna nú hinum nýju lögum og segja þau staðfestingu á því að „aðeins já þýði já“. Útgangspunktur laganna er að nauðgun er kynlíf án samþykkis og ítrekað er að samþykkið þarf að vera skýrt; það er ekki hægt að bera því við að einstaklingur sem er meðvitundarlítill, til dæmis sökum ölvunar, hafi gefið samþykki né heldur ef viðkomandi var sofandi, svo dæmi séu tekin. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lagabreytinguna má rekja til kynferðisbrotamáls þar sem 18 ára konu var nauðgað af fimm mönnum þegar nautahlaupið í Pamplóna stóð yfir árið 2016. Mennirnir tóku árásina upp og á myndskeiði mátti sjá konuna liggja kyrra með lokuð augun á meðan þeir nauðguðu henni. Á neðri dómstigum voru mennirnir aðeins dæmdir fyrir kynferðislega misnotkun, þar sem dómarar féllust á það sjónarmið verjenda þeirra að konan hefði ekki streyst á móti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2019 að á engum tíma hefði konan veitt samþykki fyrir kynlífinu og ástæða þess að hún hefði ekki barist á móti væri að hún hefði verið óttaslegin og ekki getað komist undan. Hæstiréttur dæmdi mennina í 15 ára fangelsi. Málið vakti gríðarlega athygli og reiði. Konur fagna nú hinum nýju lögum og segja þau staðfestingu á því að „aðeins já þýði já“. Útgangspunktur laganna er að nauðgun er kynlíf án samþykkis og ítrekað er að samþykkið þarf að vera skýrt; það er ekki hægt að bera því við að einstaklingur sem er meðvitundarlítill, til dæmis sökum ölvunar, hafi gefið samþykki né heldur ef viðkomandi var sofandi, svo dæmi séu tekin.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira