„Vel uppaldir drengir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 11:00 Tekið til eftir fagnaðarlæti. Twitter@FCKobenhavn Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik. Eftir frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í fyrri leik liðanna héldu leikmenn FC Kaupmannahafnar til Tyrklands í leikinn sem gæti komið liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Tyrkirnir byrjuðu töluvert betur og gerðu hvað þeir gátu til að komast yfir en bæði Hákon Arnar og Ísak Bergmann þurftu að bíta í það súra epli að byrja leikinn á bekknum. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Staðan var áfram markalaus í síðari hálfleik, Hákon Arnar kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar og hjálpaði FCK að halda út. Lokatölur 0-0 og Danmerkurmeistararnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. There's nothing like that #UCLfeeling, eh @FCKobenhavn? pic.twitter.com/XJOqfYUF4C— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022 Eftir leik var eðlilega fagnað ágætlega enda nokkur ár síðan liðið komst alla leið í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu. Að fagnaðarlátunum loknum þurfti hins vegar að taka til í klefanum. Þar hjálpuðu Hákon Arnar og Ísak Bergmann til en birt var mynd af þeim félögum að sjá til þess að klefinn væri sem smekklegastur. „Vel uppaldir drengir,“ segir í færslu FC Kaupmannahafnar á Twitter og eru foreldrar drengjanna tveggja eflaust mjög sammála um það. Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Dregið verður í riðla Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.00 í dag. Sjá má dráttinn beint á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Eftir frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í fyrri leik liðanna héldu leikmenn FC Kaupmannahafnar til Tyrklands í leikinn sem gæti komið liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Tyrkirnir byrjuðu töluvert betur og gerðu hvað þeir gátu til að komast yfir en bæði Hákon Arnar og Ísak Bergmann þurftu að bíta í það súra epli að byrja leikinn á bekknum. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Staðan var áfram markalaus í síðari hálfleik, Hákon Arnar kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar og hjálpaði FCK að halda út. Lokatölur 0-0 og Danmerkurmeistararnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. There's nothing like that #UCLfeeling, eh @FCKobenhavn? pic.twitter.com/XJOqfYUF4C— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022 Eftir leik var eðlilega fagnað ágætlega enda nokkur ár síðan liðið komst alla leið í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu. Að fagnaðarlátunum loknum þurfti hins vegar að taka til í klefanum. Þar hjálpuðu Hákon Arnar og Ísak Bergmann til en birt var mynd af þeim félögum að sjá til þess að klefinn væri sem smekklegastur. „Vel uppaldir drengir,“ segir í færslu FC Kaupmannahafnar á Twitter og eru foreldrar drengjanna tveggja eflaust mjög sammála um það. Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Dregið verður í riðla Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.00 í dag. Sjá má dráttinn beint á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15