Sýkt vatn á hóteli eyðileggur fyrir íslenska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 13:00 Íslenska landsliðið spilaði í Tékklandi fyrir komuna til Svartfjallalands en tapaði þar 3-0. BLÍ „Við náum alveg í lið, en þjálfarinn okkar bað okkur um að láta vita ef við sæjum ekki fram á að geta klárað leikinn,“ segir Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki. Matareitrun hefur herjað á liðið fyrir leikinn gegn heimakonum í Svartfjallalandi í dag. Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv. Blak Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv.
Blak Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira