Kærir Kyrgios fyrir meiðyrði: „Lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2022 07:01 Nick Kyrgios hefur ekki verið þekktur fyrir að halda aftur að orðum sínum en nú gæti kjafturinn á honum verið búinn að koma honum í klandur. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið ákærður fyrir meiðyrði eftir að hann bað dómara í leik hans gegn Novak Djokovic í úrslitum Wimbeldon mótsins að láta fjarlægja konu úr áhorfendastúkunni. Kyrgios var orðinn þreyttur á sífellum hrópum í konunni og bað dómarann að láta fjarlægja „þessa sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki.“ Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út. Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út.
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira