Nökkvi skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu í 4-2 útisigri KA gegn Stjörnunni en KA virðist nú líklegast til að veita Breiðabliki samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Þrír KA-menn voru svo í liði umferðarinnar hjá Stúkunni, tveir úr FH, ÍA og Breiðabliki, og einn úr Val og Leikni. Þjálfari umferðarinnar var Jón Þór Hauksson, sem stýrði ÍA til afar nauðsynlegs sigurs gegn ÍBV.
Mark umferðarinnar kom úr smiðju Helga Guðjónssonar sem skoraði úr afar þröngu færi yfir Frederik Schram í marki Vals.