6 kr/km Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa. Kolefnisgjald Bensínlítri er verulega skattlagður en fyrir utan VSK, eins og allar vörur bera, þá er einnig þrefaldur aukaskattur lagður á bensín. Fyrir það fyrsta er kolefnisgjald lagt á lítrann sem nemur 10,5 kr/L. Bruni bensíns veldur losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verðgildi í nútímaumhverfi þar sem öll ríki hafa sammælst um að minnka losun með bindandi samkomulagi. Mörgum finnst þetta gjald hátt en ef það er sett í samhengi við verð á kolefni á ETS markaði þá ætti það í raun að vera um 25 kr/L. En kolefnisgjald verður aldrei lagt á annað en kolefni þannig að þessi skattur verður áfram bundinn við bruna jarðefnaeldsneytis. Eldsneytisgjöld Á bensín-lítrann eru svo lögð svokölluð bensíngjöld sem einhverra hluta vegna er skipt í tvennt þ.e. almennt bensíngjald 30,5 kr/L og svo sérstakt bensíngjald 48,7 kr/L. Þessi bensíngjöld nema því samanlagt 79,2 kr/L og hafa oft verið nefnd veggjöld í almennri umræðu þó að ríkinu beri í raun engin skylda til að nýta þessa fjármuni í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Þó að markaðar skatttekjur hafi verið aflagðar fyrir löngu þá tengja eðlilega flestir aukaskatta við sértæk verkefni eins og í þessu tilfelli við útgjöld til vegakerfisins. Þar sem rafbílar nota ekki bensín þá sleppur akstur slíkra bíla við þessa skatta en þeir eru auðvitað jafnháðir uppbyggingu vegakerfisins eins og aðrir bílar. Ef stefnan er að bílar borgi nokkuð jafnan hlut fyrir afnot af vegakerfinu þá er þessi gjaldtaka auðvitað bogin og ójöfn. Hafa ber í huga að óháð rafbílum þá er gjaldtakan bjöguð þar sem tveir jafnstórir bílar greiða stundum ójafna eldsneytisskatta af þeirri einföldu ástæðu að annar þeirra getur verið talsvert sparneytnari en hinn. Kílómetragjald Hvernig getum við jafnað leikinn í skatttekjum af umferð? Svarið er einfalt, eins og margir hafa bent á, þ.e. að koma á kílómetragjaldi sem auðvelt væri að innheimta í gegnum bifreiðagjöld. En hversu há eiga þessi gjöld að vera? Með nokkurri einföldun má segja að meðalrauneyðsla bensínfólksbíla sé um 7,5 L/100km. Samanlögð bensíngjöld á hvern kílómeter væri þá um 6 kr/km. 15 þúsund kílómetra akstur ári myndi þá kosta 90 þúsund kr sem hægt væri að rukka í tveimur greiðslum líkt og bifreiðagjöld í dag. Hægt væri að leiðrétta upphæðina miðað við raunakstur við hefðbundna skoðun bifreiða. Bensínlítrinn myndi þá lækka um 79 kr og gjaldtakan færast til en jafnframt jafnast á milli bifreiða. Myndu rafbílar þola slíka gjaldtöku eða færi þeirra rómaði rekstrarsparnaður út um þúfur? Vissulega myndi rekstrarkostnaður rafbíla aukast sem þessu nemur en samt sem áður yrði rafbílinn talsvert ódýrari í rekstri en sambærilegur bensínbíll. Með fullum veggjöldum á rafbíla til jafns við bensínbíla myndi akstur rafbíla ennþá vera talsvert ódýrari. Orkukostnaður bensínbíls sem eyðir 7,5 L/100km er í dag rúmlega 2000 kr fyrir 100 km akstur. Rafbíll í heimahleðslu borgar einungis um 350 kr fyrir 100 km akstur. Ef 6 kr/km væri bætt við rafbílinn þá færi kostnaður við 100 km akstur upp í 950 krónur sem væri samt sem áður rúmlega helmingi minni en hjá bensínbíl. Áfram þarf þó tímabundið að styðja við innkaup á rafbílum enda skynsamleg samfélagsleg fjárfesting fyrir ríkið í meiri orkuöryggi, meiri efnahagsstöðuleika, minni heilsuspillandi mengun og lægri framtíðar loftslagskostnaði. Með kílómetragjaldi skapast líka ýmsir möguleikar til að ná fram fjölbreyttum samfélagsmarkmiðum. Hægt er að auka gjaldið eða lækka fyrir ákveðna hópa eða skilgreind markmið. Til dæmis hvað varðar þyngd og heilsuspillandi mengun ökutækja eða til að lækka kostnað íbúa sem eru háðir mikilli keyrslu vegna búsetu. Mestu skiptir að koma þessu á og bæta síðan kerfið og aðlaga eftir þörfum hvers tíma. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa. Kolefnisgjald Bensínlítri er verulega skattlagður en fyrir utan VSK, eins og allar vörur bera, þá er einnig þrefaldur aukaskattur lagður á bensín. Fyrir það fyrsta er kolefnisgjald lagt á lítrann sem nemur 10,5 kr/L. Bruni bensíns veldur losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verðgildi í nútímaumhverfi þar sem öll ríki hafa sammælst um að minnka losun með bindandi samkomulagi. Mörgum finnst þetta gjald hátt en ef það er sett í samhengi við verð á kolefni á ETS markaði þá ætti það í raun að vera um 25 kr/L. En kolefnisgjald verður aldrei lagt á annað en kolefni þannig að þessi skattur verður áfram bundinn við bruna jarðefnaeldsneytis. Eldsneytisgjöld Á bensín-lítrann eru svo lögð svokölluð bensíngjöld sem einhverra hluta vegna er skipt í tvennt þ.e. almennt bensíngjald 30,5 kr/L og svo sérstakt bensíngjald 48,7 kr/L. Þessi bensíngjöld nema því samanlagt 79,2 kr/L og hafa oft verið nefnd veggjöld í almennri umræðu þó að ríkinu beri í raun engin skylda til að nýta þessa fjármuni í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Þó að markaðar skatttekjur hafi verið aflagðar fyrir löngu þá tengja eðlilega flestir aukaskatta við sértæk verkefni eins og í þessu tilfelli við útgjöld til vegakerfisins. Þar sem rafbílar nota ekki bensín þá sleppur akstur slíkra bíla við þessa skatta en þeir eru auðvitað jafnháðir uppbyggingu vegakerfisins eins og aðrir bílar. Ef stefnan er að bílar borgi nokkuð jafnan hlut fyrir afnot af vegakerfinu þá er þessi gjaldtaka auðvitað bogin og ójöfn. Hafa ber í huga að óháð rafbílum þá er gjaldtakan bjöguð þar sem tveir jafnstórir bílar greiða stundum ójafna eldsneytisskatta af þeirri einföldu ástæðu að annar þeirra getur verið talsvert sparneytnari en hinn. Kílómetragjald Hvernig getum við jafnað leikinn í skatttekjum af umferð? Svarið er einfalt, eins og margir hafa bent á, þ.e. að koma á kílómetragjaldi sem auðvelt væri að innheimta í gegnum bifreiðagjöld. En hversu há eiga þessi gjöld að vera? Með nokkurri einföldun má segja að meðalrauneyðsla bensínfólksbíla sé um 7,5 L/100km. Samanlögð bensíngjöld á hvern kílómeter væri þá um 6 kr/km. 15 þúsund kílómetra akstur ári myndi þá kosta 90 þúsund kr sem hægt væri að rukka í tveimur greiðslum líkt og bifreiðagjöld í dag. Hægt væri að leiðrétta upphæðina miðað við raunakstur við hefðbundna skoðun bifreiða. Bensínlítrinn myndi þá lækka um 79 kr og gjaldtakan færast til en jafnframt jafnast á milli bifreiða. Myndu rafbílar þola slíka gjaldtöku eða færi þeirra rómaði rekstrarsparnaður út um þúfur? Vissulega myndi rekstrarkostnaður rafbíla aukast sem þessu nemur en samt sem áður yrði rafbílinn talsvert ódýrari í rekstri en sambærilegur bensínbíll. Með fullum veggjöldum á rafbíla til jafns við bensínbíla myndi akstur rafbíla ennþá vera talsvert ódýrari. Orkukostnaður bensínbíls sem eyðir 7,5 L/100km er í dag rúmlega 2000 kr fyrir 100 km akstur. Rafbíll í heimahleðslu borgar einungis um 350 kr fyrir 100 km akstur. Ef 6 kr/km væri bætt við rafbílinn þá færi kostnaður við 100 km akstur upp í 950 krónur sem væri samt sem áður rúmlega helmingi minni en hjá bensínbíl. Áfram þarf þó tímabundið að styðja við innkaup á rafbílum enda skynsamleg samfélagsleg fjárfesting fyrir ríkið í meiri orkuöryggi, meiri efnahagsstöðuleika, minni heilsuspillandi mengun og lægri framtíðar loftslagskostnaði. Með kílómetragjaldi skapast líka ýmsir möguleikar til að ná fram fjölbreyttum samfélagsmarkmiðum. Hægt er að auka gjaldið eða lækka fyrir ákveðna hópa eða skilgreind markmið. Til dæmis hvað varðar þyngd og heilsuspillandi mengun ökutækja eða til að lækka kostnað íbúa sem eru háðir mikilli keyrslu vegna búsetu. Mestu skiptir að koma þessu á og bæta síðan kerfið og aðlaga eftir þörfum hvers tíma. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar