„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 14:31 Adolf Daði Birgisson hefur fagnað sínum fyrstu þremur mörkum í efstu deild fyrir Stjörnuna í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum. Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn. Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn.
Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira