Var byrlað á Menningarnótt og neitað um aðstoð lögreglu Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 13:43 Frá því Helga lauk við drykkinn sinn á Lemmy og fór út af staðnum man hún ekkert. Hún telur að sér hafi verið byrlað. Samsett Kona á fimmtugsaldri sem fór niður í bæ á Menningarnótt og fékk sér drykk með manni sínum telur sér hafa verið byrlað ólyfjan. Af því hún hafði drukkið áfengi neitaði lögreglan þeim um aðstoð og þurfti maður hennar því að skilja hana eftir nær meðvitundarlausa á bekk á meðan hann leitaði að leigubíl. Eftir að hin 48 ára Helga Linnet og maður hennar höfðu verið með börn sín í hádegismat í gær ákváðu þau að skella sér niður í bæ um fimmleytið í tilefni Menningarnætur. Þau röltu um Hljómskálagarðinn heillengi og gengu svo lengra inn í miðbæinn. Þar ákváðu þau að setjast niður á staðnum Lemmy á Austurstræti og pöntuðu sér sinn hvorn drykkinn. Ókunnugur maður gaf sig að tali „Við förum upp á efri hæðina og það var náttúrulega fullur staður. Ég fer inn í lítið skot og maðurinn minn fer og nær í sinn hvorn drykkinn fyrir okkur. Svo sitjum við og spjöllum eins og gengur og gerist,“ segir Helga og tók fram að þau hefðu ekki drukkið áfengi fram að þessu. „Ég er hálfnuð með glasið, ekki það, þegar maðurinn minn ákveður að fara í röðina að pissa. Þegar hann fer kemur til mín maður og byrjar að spjalla við mig en þegar hann sér að maðurinn minn er að koma aftur fer hann. En ég spáði ekkert í því,“ segir Helga sem spjallaði við manninn í mjög stutta stund. Mynd af skotinu á Lemmy þar sem þau hjónin sátu í gærkvöldi. „Við höldum áfram að spjalla og ég klára glasið og við stöndum upp og ætlum út, fimm til tíu mínútum seinna.“ Á leiðinni niður tröppurnar segist Helga hafa fundið að hún væri eitthvað skrítin í fótunum og þegar þau komu út af staðnum féll hún í jörðina. Eftir það man hún ekkert frá kvöldinu, nema stök augnablik inn og út úr meðvitund. Hún segist aldrei hafa lent í neinu svona áður. Lögreglan neitaði að aðstoða þau Maður Helgu leitaði þá til lögregluþjóna sem voru á staðnum og bað um aðstoð. Þá spurði annar lögreglumaðurinn „Er hún búin að drekka?“ Maður Helgu svaraði því játandi en sagði „Hún hefur aldrei orðið svona eftir eitt glas“. Þá fékk hann þau svör að fyrst hún hefði drukkið gætu þeir ekki hjálpað honum og fóru í kjölfarið. „Einhvern veginn náði maðurinn minn að drösla mér á næsta bekk á meðan ég datt ítrekað. Og hann neyddist til að skilja mig eftir þar vegna þess að hann varð að finna leigubíl,“ segir Helga. Maður hennar hafi síðan komið aftur með leigubílstjóranum og komu þeir henni í leigubílinn. Þau fóru síðan beint heim. Fattaði ekki að henni hefði verið byrlað fyrr en daginn eftir „Svo veit ég ekki meira fyrr en ég vaknaði í morgun með þvílíka vanlíðan,“ segir Helga Þá sneri hún sér að manni sínum og spurði hann hvort þau hefðu ekki örugglega bara drukkið þetta eina glas. Hann játaði því og þá kveiktu þau á perunni, henni hafði verið byrlað. Hún hafði þá samband við frænku sína, gjörgæsluhjúkrunarfræðing, sem mælti með að Helga drykki salta drykki eins og Gatorade, magnesíum og fituríka fæðu. Þá sagði hún einnig að bráðamóttakan sé með mótefni fyrir fólk sem er byrlað en það verði að gerast strax sama kvöld. Fólk eigi því að fara beint þangað ef það gruni að því hafi verið byrlað. Eftir á að hyggja segir Helga lögreglumennina væntanlega hafa haldið að hún væri dauðadrukkin. Hins vegar kemur á óvart að lögreglan skyldi ekki þekkja einkenni byrlunar og hjálpa þeim. Hún veltir fyrir sér hvað ef hún hefði fengið heilablóðfall sem getur haft sambærileg áhrif. Aðspurð hvernig henni liði núna sagði hún „Ég stend ekki almennilega í fæturna, ég skelf eins og hrísla. Fæturnir á mér eru eins og ofsoðið pasta.“ „Ég er ekkert eina tilfellið þetta kvöld, pottþétt ekki og ég vona að fleiri hafi verið jafn heppnir og ég að sleppa undan,“ segir Helga. Reykjavík Menningarnótt Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Eftir að hin 48 ára Helga Linnet og maður hennar höfðu verið með börn sín í hádegismat í gær ákváðu þau að skella sér niður í bæ um fimmleytið í tilefni Menningarnætur. Þau röltu um Hljómskálagarðinn heillengi og gengu svo lengra inn í miðbæinn. Þar ákváðu þau að setjast niður á staðnum Lemmy á Austurstræti og pöntuðu sér sinn hvorn drykkinn. Ókunnugur maður gaf sig að tali „Við förum upp á efri hæðina og það var náttúrulega fullur staður. Ég fer inn í lítið skot og maðurinn minn fer og nær í sinn hvorn drykkinn fyrir okkur. Svo sitjum við og spjöllum eins og gengur og gerist,“ segir Helga og tók fram að þau hefðu ekki drukkið áfengi fram að þessu. „Ég er hálfnuð með glasið, ekki það, þegar maðurinn minn ákveður að fara í röðina að pissa. Þegar hann fer kemur til mín maður og byrjar að spjalla við mig en þegar hann sér að maðurinn minn er að koma aftur fer hann. En ég spáði ekkert í því,“ segir Helga sem spjallaði við manninn í mjög stutta stund. Mynd af skotinu á Lemmy þar sem þau hjónin sátu í gærkvöldi. „Við höldum áfram að spjalla og ég klára glasið og við stöndum upp og ætlum út, fimm til tíu mínútum seinna.“ Á leiðinni niður tröppurnar segist Helga hafa fundið að hún væri eitthvað skrítin í fótunum og þegar þau komu út af staðnum féll hún í jörðina. Eftir það man hún ekkert frá kvöldinu, nema stök augnablik inn og út úr meðvitund. Hún segist aldrei hafa lent í neinu svona áður. Lögreglan neitaði að aðstoða þau Maður Helgu leitaði þá til lögregluþjóna sem voru á staðnum og bað um aðstoð. Þá spurði annar lögreglumaðurinn „Er hún búin að drekka?“ Maður Helgu svaraði því játandi en sagði „Hún hefur aldrei orðið svona eftir eitt glas“. Þá fékk hann þau svör að fyrst hún hefði drukkið gætu þeir ekki hjálpað honum og fóru í kjölfarið. „Einhvern veginn náði maðurinn minn að drösla mér á næsta bekk á meðan ég datt ítrekað. Og hann neyddist til að skilja mig eftir þar vegna þess að hann varð að finna leigubíl,“ segir Helga. Maður hennar hafi síðan komið aftur með leigubílstjóranum og komu þeir henni í leigubílinn. Þau fóru síðan beint heim. Fattaði ekki að henni hefði verið byrlað fyrr en daginn eftir „Svo veit ég ekki meira fyrr en ég vaknaði í morgun með þvílíka vanlíðan,“ segir Helga Þá sneri hún sér að manni sínum og spurði hann hvort þau hefðu ekki örugglega bara drukkið þetta eina glas. Hann játaði því og þá kveiktu þau á perunni, henni hafði verið byrlað. Hún hafði þá samband við frænku sína, gjörgæsluhjúkrunarfræðing, sem mælti með að Helga drykki salta drykki eins og Gatorade, magnesíum og fituríka fæðu. Þá sagði hún einnig að bráðamóttakan sé með mótefni fyrir fólk sem er byrlað en það verði að gerast strax sama kvöld. Fólk eigi því að fara beint þangað ef það gruni að því hafi verið byrlað. Eftir á að hyggja segir Helga lögreglumennina væntanlega hafa haldið að hún væri dauðadrukkin. Hins vegar kemur á óvart að lögreglan skyldi ekki þekkja einkenni byrlunar og hjálpa þeim. Hún veltir fyrir sér hvað ef hún hefði fengið heilablóðfall sem getur haft sambærileg áhrif. Aðspurð hvernig henni liði núna sagði hún „Ég stend ekki almennilega í fæturna, ég skelf eins og hrísla. Fæturnir á mér eru eins og ofsoðið pasta.“ „Ég er ekkert eina tilfellið þetta kvöld, pottþétt ekki og ég vona að fleiri hafi verið jafn heppnir og ég að sleppa undan,“ segir Helga.
Reykjavík Menningarnótt Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira