Fyrrverandi bardagakappinn Andrew Tate hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarið vegna umdeildrar hegðunar hans á samfélagsmiðlum. Mest hefur farið fyrir Tate á TikTok en hann hefur einnig verið áberandi á Instagram. Nú hefur Meta tekið fyrir það að hann geti dreift skoðunum sínum á miðlum fyrirtækisins.
Hann hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir.
Hann hefur þegar ítrekað verið settur í straff á Twitter og nýlega fékk hans lífstíðarbann á miðlinum og hefur því tíst sínu síðasta tísti.
Vísir fjallaði ítarlega um Tate á dögunum: