Í gær greindi Vísir frá myndböndum af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, sem hafði verið lekið á netið. Í myndböndunum sást til forsætisráðherranns dansa ásamt vinum sínum og vilja einhverjir meina að Sanna hafi verið á eiturlyfjum umrætt kvöld.
Hún hefur þvertekið fyrir þetta og segist einungis hafa neytt áfengis þarna. Hún hafi verið að djamma, dansa og syngja en ekki framið neinn glæp. Fyrr í dag tilkynnti hún að hún hafi farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf.
Norska ríkissjónvarpið greinir nú frá því að ný myndbönd af Sönnu hafi farið í dreifingu í dag. Þar sést hún dansa á skemmtistað ásamt finnsku rokkstjörnunni Olavi Uusivirta. Það virðist fara vel með þeim en einhverjir telja að Uusivirta sé að kyssa á henni hálsinn í byrjun myndbandsins.
Sanna er gift og á eitt barn með eiginmanni sínum. Þau hafa verið saman í átján ár en hún hefur ekki viljað tjá sig um þetta nýja myndband.
A new video of Prime Minister Sanna Marin s party scandal appeared in Finland today.
— Visegrád 24 (@visegrad24) August 19, 2022
Seiska writes that Marin, who is married and has been in that relationship for 18 years, was seen in many questionable situations.
Iltalehti has a sound expert confirming flour-gang . pic.twitter.com/Nj5A71R8Rd