Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 11:12 Kim Yo Jong er systir einræðisherrans Kim Jong Un og háttsett innan kommúnistaflokks Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Kim sagði að ráðamenn í Norður-Kóreu myndu aldrei sætta sig við svo djarfa tillögu og að Yoon ætti frekar að halda kjafti en að varpa frá sér þvælu sem þessari. Enn fremur kallaði hún þá hugmynd að Norður-Kórea myndi fórna „heiðri sínum og kjarnorkuvopnum“ fyrir efnahagssamvinnu, barnalega. Kim sagði tillöguna varpa ljósi á að Yoon væri einnig barnalegur og einfaldur. „Enginn selur örlög sín fyrir kornköku,“ sagði Kim samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að tillagan hafi fyrst verið opinberuð í maí en Yoon hafi nýverið ítrekað hana. Í stuttu máli felst tillagan í því að hjálpa Norður-Kóreu með hagkerfið, þróun og uppbyggingu innviða. Yoon hefur þó einnig lagt áherslu á að auka hernaðarmátt Suður-Kóreu og hafið á nýjan leik æfingar með herafla Bandaríkjanna. Kim, sem er háttsett í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur lengi verið vígreif í garð nágranna sinna í suðri. Nú í vor hótaði hún því til að mynda að Norður-Kórea myndi gera kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu. Sjá einnig: Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Í áðurnefndri yfirlýsingu sem birt var á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, í morgun, sakar Kim Suður-Kóreu um að senda „óhreinan úrgang“ til Norður-Kóreu og mun það vera tilvísun í það að ráðamenn í einræðisríkinu hafa haldið því fram að áróðursmiðar sem sendir eru reglulega með blöðrum til Norður-Kóreu hafi borið Covid-19. Þá gaf Kim einnig út yfirlýsingu og hótaði alvarlegum viðbrögðum við blöðrusendingunum. Yonhap hefur eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að ummæli Kim séu óviðeigandi og dónaleg. Það væri miður að ráðamenn í Norður-Kóreu væru að rangtúlka tillögur Yoon og bregðast svona dónalega við. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Kim sagði að ráðamenn í Norður-Kóreu myndu aldrei sætta sig við svo djarfa tillögu og að Yoon ætti frekar að halda kjafti en að varpa frá sér þvælu sem þessari. Enn fremur kallaði hún þá hugmynd að Norður-Kórea myndi fórna „heiðri sínum og kjarnorkuvopnum“ fyrir efnahagssamvinnu, barnalega. Kim sagði tillöguna varpa ljósi á að Yoon væri einnig barnalegur og einfaldur. „Enginn selur örlög sín fyrir kornköku,“ sagði Kim samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að tillagan hafi fyrst verið opinberuð í maí en Yoon hafi nýverið ítrekað hana. Í stuttu máli felst tillagan í því að hjálpa Norður-Kóreu með hagkerfið, þróun og uppbyggingu innviða. Yoon hefur þó einnig lagt áherslu á að auka hernaðarmátt Suður-Kóreu og hafið á nýjan leik æfingar með herafla Bandaríkjanna. Kim, sem er háttsett í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur lengi verið vígreif í garð nágranna sinna í suðri. Nú í vor hótaði hún því til að mynda að Norður-Kórea myndi gera kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu. Sjá einnig: Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Í áðurnefndri yfirlýsingu sem birt var á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, í morgun, sakar Kim Suður-Kóreu um að senda „óhreinan úrgang“ til Norður-Kóreu og mun það vera tilvísun í það að ráðamenn í einræðisríkinu hafa haldið því fram að áróðursmiðar sem sendir eru reglulega með blöðrum til Norður-Kóreu hafi borið Covid-19. Þá gaf Kim einnig út yfirlýsingu og hótaði alvarlegum viðbrögðum við blöðrusendingunum. Yonhap hefur eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að ummæli Kim séu óviðeigandi og dónaleg. Það væri miður að ráðamenn í Norður-Kóreu væru að rangtúlka tillögur Yoon og bregðast svona dónalega við.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38
Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11
Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31
Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11
Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent