Starfsmenn hins opinbera fá milljónir í vasann Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 14:51 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf., voru með þeim launahærri hjá hinu opinbera í fyrra. Vísir/Vilhelm/Egill Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Hörður var langhæstur en hann var með 3.832.000 króna í mánaðarlaun. Næst á eftir honum koma Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, með 2.931.000 króna, Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, með 2.818.000 króna, Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur með 2.813.000 króna og Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, með 2.812.000 króna. Yfirmenn hjá lögreglunni eru einnig með ágætis laun en hæst þeirra fær Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann var með 2.245.000 krónur á mánuði. Næst komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, með 1.882.000 krónur, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, með 1.867.000 krónur, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, með 1.739.000 krónur og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri Vestfjarða, með 1.658.000 krónur. Aðstoðarmenn ráðherra hafa það einnig ágætt, en nokkrir þeirra voru aðstoðarmenn fyrri hluta árs og voru svo kjörnir inn á þing í september. Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Vinstri grænna, var með 1.605.000 krónur, Diljá Mist Einarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.764.000 króna og Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.721.000 krónur. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra var með 1.510.000 króna á mánuði. Tuttugu hæst launuðu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.832.000 Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, 2.931.000 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans 2.818.000 Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur 2.813.000 Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur 2.812.000 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 2.799.000 Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu 2.728.000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.705.000 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis 2.619.000 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf. 2.430.000 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands 2.294.000 Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra í París 2.275.000 Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri 2.245.000 Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, 2.235.000 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. 2.207.000 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 2.177.000 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri 2.172.000 Anna Lilja Gunnarsdóttir, sérstakur erindreki í heilbrigðisráðuneytinu 2.147.000 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.146.000 Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá skattinum 2.115.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Skattar og tollar Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Stjórnun Lögreglan Alþingi Landsvirkjun Landspítalinn Kirkjugarðar Seðlabankinn Strætó Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Hörður var langhæstur en hann var með 3.832.000 króna í mánaðarlaun. Næst á eftir honum koma Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, með 2.931.000 króna, Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, með 2.818.000 króna, Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur með 2.813.000 króna og Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, með 2.812.000 króna. Yfirmenn hjá lögreglunni eru einnig með ágætis laun en hæst þeirra fær Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann var með 2.245.000 krónur á mánuði. Næst komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, með 1.882.000 krónur, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, með 1.867.000 krónur, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, með 1.739.000 krónur og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri Vestfjarða, með 1.658.000 krónur. Aðstoðarmenn ráðherra hafa það einnig ágætt, en nokkrir þeirra voru aðstoðarmenn fyrri hluta árs og voru svo kjörnir inn á þing í september. Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Vinstri grænna, var með 1.605.000 krónur, Diljá Mist Einarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.764.000 króna og Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.721.000 krónur. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra var með 1.510.000 króna á mánuði. Tuttugu hæst launuðu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.832.000 Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, 2.931.000 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans 2.818.000 Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur 2.813.000 Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur 2.812.000 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 2.799.000 Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu 2.728.000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.705.000 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis 2.619.000 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf. 2.430.000 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands 2.294.000 Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra í París 2.275.000 Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri 2.245.000 Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, 2.235.000 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. 2.207.000 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 2.177.000 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri 2.172.000 Anna Lilja Gunnarsdóttir, sérstakur erindreki í heilbrigðisráðuneytinu 2.147.000 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.146.000 Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá skattinum 2.115.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Skattar og tollar Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Stjórnun Lögreglan Alþingi Landsvirkjun Landspítalinn Kirkjugarðar Seðlabankinn Strætó Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira