Starfsmenn hins opinbera fá milljónir í vasann Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 14:51 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf., voru með þeim launahærri hjá hinu opinbera í fyrra. Vísir/Vilhelm/Egill Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Hörður var langhæstur en hann var með 3.832.000 króna í mánaðarlaun. Næst á eftir honum koma Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, með 2.931.000 króna, Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, með 2.818.000 króna, Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur með 2.813.000 króna og Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, með 2.812.000 króna. Yfirmenn hjá lögreglunni eru einnig með ágætis laun en hæst þeirra fær Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann var með 2.245.000 krónur á mánuði. Næst komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, með 1.882.000 krónur, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, með 1.867.000 krónur, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, með 1.739.000 krónur og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri Vestfjarða, með 1.658.000 krónur. Aðstoðarmenn ráðherra hafa það einnig ágætt, en nokkrir þeirra voru aðstoðarmenn fyrri hluta árs og voru svo kjörnir inn á þing í september. Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Vinstri grænna, var með 1.605.000 krónur, Diljá Mist Einarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.764.000 króna og Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.721.000 krónur. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra var með 1.510.000 króna á mánuði. Tuttugu hæst launuðu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.832.000 Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, 2.931.000 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans 2.818.000 Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur 2.813.000 Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur 2.812.000 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 2.799.000 Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu 2.728.000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.705.000 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis 2.619.000 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf. 2.430.000 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands 2.294.000 Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra í París 2.275.000 Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri 2.245.000 Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, 2.235.000 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. 2.207.000 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 2.177.000 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri 2.172.000 Anna Lilja Gunnarsdóttir, sérstakur erindreki í heilbrigðisráðuneytinu 2.147.000 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.146.000 Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá skattinum 2.115.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Skattar og tollar Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Stjórnun Lögreglan Alþingi Landsvirkjun Landspítalinn Kirkjugarðar Seðlabankinn Strætó Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Hörður var langhæstur en hann var með 3.832.000 króna í mánaðarlaun. Næst á eftir honum koma Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, með 2.931.000 króna, Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, með 2.818.000 króna, Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur með 2.813.000 króna og Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, með 2.812.000 króna. Yfirmenn hjá lögreglunni eru einnig með ágætis laun en hæst þeirra fær Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann var með 2.245.000 krónur á mánuði. Næst komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, með 1.882.000 krónur, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, með 1.867.000 krónur, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, með 1.739.000 krónur og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri Vestfjarða, með 1.658.000 krónur. Aðstoðarmenn ráðherra hafa það einnig ágætt, en nokkrir þeirra voru aðstoðarmenn fyrri hluta árs og voru svo kjörnir inn á þing í september. Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Vinstri grænna, var með 1.605.000 krónur, Diljá Mist Einarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.764.000 króna og Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 1.721.000 krónur. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra var með 1.510.000 króna á mánuði. Tuttugu hæst launuðu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.832.000 Gestur Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Veitna, 2.931.000 Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans 2.818.000 Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri kirkjugarða Reykjavíkur 2.813.000 Ingvar Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur 2.812.000 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 2.799.000 Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu 2.728.000 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.705.000 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis 2.619.000 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandsflugvalla ohf. 2.430.000 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands 2.294.000 Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra í París 2.275.000 Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri 2.245.000 Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, 2.235.000 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. 2.207.000 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 2.177.000 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri 2.172.000 Anna Lilja Gunnarsdóttir, sérstakur erindreki í heilbrigðisráðuneytinu 2.147.000 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.146.000 Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá skattinum 2.115.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Skattar og tollar Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Stjórnun Lögreglan Alþingi Landsvirkjun Landspítalinn Kirkjugarðar Seðlabankinn Strætó Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent