Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2022 22:01 Liz Cheney er einn harðasti andstæðingur Donald Trump innan Repúblikanaflokksins. AP Photo/Jae C. Hong Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. Cheney var hafnað forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney hefur setið sem fulltrúadeildarþingmaður fyrir Repúblikana frá 2017. Úrslitin þýða hins vegar að hún mun ekki vera í framboði fyrir flokkinn í sínu kjördæmi í haust. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney, dóttir varaforsetans fyrrverandi Dick Cheney, nýtti þó tækifærið er hún viðurkenndi tapið til að snúa vörn í sókn. „Ég mun gera hvað sem það kostar til að tryggja að Donald Tump komist aldrei nærri forsetaskrifstofunni, og ég meina það,“ sagði Cheney. Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Í viðtölum eftir ræðuna sagði Cheney að hún myndi ákveða á næstu mánuðum hvort hún myndi bjóða sig fram til forseta. Stjórnmálaskýrendur ytra telja margir líklegt að Trump stefni á framboð á nýjan leik. Í frétt Reuters þar sem farið er yfir möguleika Cheney bjóði hún sig fram í forkosningum Repúblikana vegna forsetakjörsins kemur fram að ólíklegt sé talið að hún yrði útnefnd. Framboð hennar gæti hins vegar þó gert það að verkum að stöðugur þrýstingur yrði á Trump, byði hann sig fram í forkosningunum. „Hún veit að hún getur ekki sigrað Trump í forkosningum Repúblikana. Framboðið myndi hins vegar gefa henni tækifæri og gjallarhorn,“ að sögn Charlie Sykes, álitsgjafa sem Reuters ræddi við. „Hún yrði honum stöðugur þyrnir í augum,“ sagði hann enn fremur. Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Cheney var hafnað forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney hefur setið sem fulltrúadeildarþingmaður fyrir Repúblikana frá 2017. Úrslitin þýða hins vegar að hún mun ekki vera í framboði fyrir flokkinn í sínu kjördæmi í haust. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney, dóttir varaforsetans fyrrverandi Dick Cheney, nýtti þó tækifærið er hún viðurkenndi tapið til að snúa vörn í sókn. „Ég mun gera hvað sem það kostar til að tryggja að Donald Tump komist aldrei nærri forsetaskrifstofunni, og ég meina það,“ sagði Cheney. Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Í viðtölum eftir ræðuna sagði Cheney að hún myndi ákveða á næstu mánuðum hvort hún myndi bjóða sig fram til forseta. Stjórnmálaskýrendur ytra telja margir líklegt að Trump stefni á framboð á nýjan leik. Í frétt Reuters þar sem farið er yfir möguleika Cheney bjóði hún sig fram í forkosningum Repúblikana vegna forsetakjörsins kemur fram að ólíklegt sé talið að hún yrði útnefnd. Framboð hennar gæti hins vegar þó gert það að verkum að stöðugur þrýstingur yrði á Trump, byði hann sig fram í forkosningunum. „Hún veit að hún getur ekki sigrað Trump í forkosningum Repúblikana. Framboðið myndi hins vegar gefa henni tækifæri og gjallarhorn,“ að sögn Charlie Sykes, álitsgjafa sem Reuters ræddi við. „Hún yrði honum stöðugur þyrnir í augum,“ sagði hann enn fremur.
Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28