Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 22:30 Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. sigurjón ólason Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“ Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“
Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira