Sextán ára munaðarlausri stúlku gert að fæða barn vegna þroskaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 16:10 Bandarísk kona mótmælir hertum lögum gegn þungunarrofi. Getty/Mark Rightmire Bandarískir dómarar í Flórída komust að þeirri niðurstöðu í mánuðinum að sextán ára munaðarlaus stúlka sé ekki „nægilega þroskuð“ til að taka ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún verði að eignast barnið. Stúlkan hefur sagst vilja í þungunarrof og segist ekki tilbúin til að ala barn né hafa burði til þess. Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira