„Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 13:57 Jaswant Singh Chail ætlaði að myrða hina 96 ára gömlu drottningu til að hefna fyrir fjöldamorð breskra hermanna í Indlandi árið 1919. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Öryggisverðir stöðvuðu hann þegar hann reyndi að komast inn í kastalann. Það var eftir að hann sást á lóð kastalans, á svæði þar sem hann er sagður hafa haft aðgang að híbýlum konungsfjölskyldunnar. Elísabet var þá stödd í kastalanum. Með henni var Karl Bretaprins og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Öryggisvörður sem sá hann, spurði hvort hann gæti aðstoðað hann og þá mun Chail hafa svarað: „Ég er mættur til að drepa drottninguna.“ Við það dró öryggisvörðurinn upp rafmagnsbyssu og skipaði Chail að leggjast í jörðinni, sem hann gerði. Við húsleit fundust munir heima hjá honum sem sýndu að hann hafði áður sótt um vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu og hernum, með því markmiði að komast nálægt konungsfjölskyldunni. Frá hátíðarhöldum í sumar, þegar fagnað var upp á 70 ára valdatíð Elísabetar. Windsor-kastali sést í bakgrunni myndarinnar.EPA/NEIL HALL Reyndi áður að komast nær konungsfjölskyldunni Chail er sakaður um að hafa ætlað sér að myrða meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og er sagður hafa varið mánuðum í að skipuleggja morðið. Áður en hann lagði af stað þennan dag tók Chail upp myndband þar sem hann sagðist leiður yfir því sem hann þyrfti að gera en hann ætlaði sér að ráða drottninguna af dögum, samkvæmt frétt Reuters. Chail sagði það vera hefnd fyrir atvik frá 1919 þegar breskir hermenn skutu nærri því 400 síka til bana í norðanverðu Indlandi. Fólkið var óvopnað og var að mótmæla yfirráðum Breta yfir Indlandi. Indverjar hafa lengi krafist afsökunar frá Bretum vegna fjöldamorðsins. Hann sagðist einnig ætla að hefna allra þeirra síka sem hefðu orðið fyrir mismunun eða ofbeldi vegna kynþáttar þeirra. Frá því hann var handtekinn hefur Chail verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun en en réttarhöldin gegn honum hófust í dag. Hann ræddi við dómara í gegnum fjarfundarbúnað en tók ekki afstöðu til sakarefnisins. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferðin mun hefjast. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Öryggisverðir stöðvuðu hann þegar hann reyndi að komast inn í kastalann. Það var eftir að hann sást á lóð kastalans, á svæði þar sem hann er sagður hafa haft aðgang að híbýlum konungsfjölskyldunnar. Elísabet var þá stödd í kastalanum. Með henni var Karl Bretaprins og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Öryggisvörður sem sá hann, spurði hvort hann gæti aðstoðað hann og þá mun Chail hafa svarað: „Ég er mættur til að drepa drottninguna.“ Við það dró öryggisvörðurinn upp rafmagnsbyssu og skipaði Chail að leggjast í jörðinni, sem hann gerði. Við húsleit fundust munir heima hjá honum sem sýndu að hann hafði áður sótt um vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu og hernum, með því markmiði að komast nálægt konungsfjölskyldunni. Frá hátíðarhöldum í sumar, þegar fagnað var upp á 70 ára valdatíð Elísabetar. Windsor-kastali sést í bakgrunni myndarinnar.EPA/NEIL HALL Reyndi áður að komast nær konungsfjölskyldunni Chail er sakaður um að hafa ætlað sér að myrða meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og er sagður hafa varið mánuðum í að skipuleggja morðið. Áður en hann lagði af stað þennan dag tók Chail upp myndband þar sem hann sagðist leiður yfir því sem hann þyrfti að gera en hann ætlaði sér að ráða drottninguna af dögum, samkvæmt frétt Reuters. Chail sagði það vera hefnd fyrir atvik frá 1919 þegar breskir hermenn skutu nærri því 400 síka til bana í norðanverðu Indlandi. Fólkið var óvopnað og var að mótmæla yfirráðum Breta yfir Indlandi. Indverjar hafa lengi krafist afsökunar frá Bretum vegna fjöldamorðsins. Hann sagðist einnig ætla að hefna allra þeirra síka sem hefðu orðið fyrir mismunun eða ofbeldi vegna kynþáttar þeirra. Frá því hann var handtekinn hefur Chail verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun en en réttarhöldin gegn honum hófust í dag. Hann ræddi við dómara í gegnum fjarfundarbúnað en tók ekki afstöðu til sakarefnisins. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferðin mun hefjast.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49
Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31