Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun