Á vef Reykjavíkurborgar segir að Anna Sigrún taki við starfinu af Berglindi Magnúsdóttur sem hafi hafið störf í félags-og vinnumarkaðsráðuneytinu sem verkefnisstjóri nefndar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
„Málaflokkar sem skrifstofa öldrunarmála ber ábyrgð á eru meðal annars heimahjúkrun, heimaþjónusta, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, heimsending matar og félagsstarf.
Anna Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Anna er reyndur stjórnandi í opinberri þjónustu, en síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. Hún var aðstoðarmaður velferðarráðherra í sameinuðu félags- og heilbrigðisráðuneyti árin 2009-2013 og rak þar á undan eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf í október næstkomandi.“