Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2022 23:30 Síðasta myndin, tekin um tíu til fimmtán sekúndum áður en flugvélin skall í hlíðinni. Mynd/US MARINE CORPS Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu. Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu.
Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37