„Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 19:00 Birna Kristín Sigurjónsdóttir sjálfboðaliði hjá samtökunum Pepp Arnar Halldórsson Einstæð móðir og sjálfboðaliði í samtökum um fátækt segir fólk kvíða hækkandi útgjöldum sem fylgja skólabyrjun. Hún leggur til að börnum verði útvegaðar skólatöskur. Vaxandi verðbólga bitni helst á þeim sem glíma við fátækt. Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
„Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45