Upphaflega voru það 15 leikmenn sem komu til greina, en í gær var gert ljóst hvaða þrír leikmenn það eru sem urðu efstir í valinu. Það eru blaðamenn á vegum evrópskra íþróttamiðla sem velja leikmann ársins.
Aðeins koma leikmenn til greina sem leika með liðum sem tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildarinnar eða Sambandsdeildar Evrópu, en horft er á heildarframmistöðu leikmanna í öllum keppnum þegar kosið er.
Það eru þeir Karim Benzema (Real Madrid), Thibaut Courtois (Real Madrid) og Kevin de Bruyne (Manchester City) sem eru tilnefndi í ár. Benzema var valinn leikmaður tímabilsins í Meistaradeild Evrópu, Courtois var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og De Bruyne var valinn leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.
🥇 Karim Benzema, Thibaut Courtois or Kevin De Bruyne?
— UEFA (@UEFA) August 12, 2022
These are the three nominees for the 2021/22 UEFA Men’s Player of the Year award. The winner will be announced at the 2022/23 #UCL group stage draw ceremony on 25 August!
Full story and how voting works: ⬇️#UEFAawards
Þá hafa þeir Jürgen Klopp (Liverpool), Pep Guardiola (Manchester City) og Carlo Ancelotti (Real Madrid) verið tilnefndir sem þjálfarar ársins, en tilkynnt verður um sigurvegara í báðum flokkum þegar dregið verður í riðla Meistaradeildarinnar þann 25. ágúst.