Chicco bóndabærinn talar íslensku Gullskógar 16. ágúst 2022 11:00 Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku. „Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár og að mér vitandi er þetta eina þroskaleikfangið á íslenskum markaði sem bregst við leik barnsins á íslensku,“ segir Sigríður Fanney Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gullskóga sem fer með umboð Chicco á Íslandi. Sigríður hafði sjálf frumkvæði að því að íslenskuvæða bóndabæinn. „Chicco er ítalskt fyrirtæki sem stendur mjög framarlega í þróun á þroskaleikföngum með tali. Móðurfyrirtæki Chicco er læknavörufyrirtæki og þau hafa því aðgang að ýmsum sérfræðingum. Leikfangalínan þeirra er meðal annars þróuð í samstarfi við barnalækna og þroska- og iðjuþjálfa. Ég hafði samband við þau um að framleiða bóndabæinn með íslensku tali en þegar ég sagði þeim hvað við byggjum mörg á Íslandi leist þeim fyrst ekkert á það,“ segir Sigríður. Hún gafst þó ekki upp. „Ég sagðist geta gert þetta sjálf ef þau leiðbeindu mér með framkvæmdina og þau voru til í það. Ég fékk íslenskan leiklistarnema til að tala inn á bóndabæinn en bærinn inniheldur yfir 50 orð, setningar, hljóð og lög á íslensku og ensku.“ Þroskaleikföngin frá Chicco njóta mikilla vinsælda og hefur bóndabærinn verið einna vinsælastur í línunni. Nota má bóndabæinn á þrjá mismunandi vegu eftir aldri barnsins. Hægt er að ýta á dýrin til að heyra dýrahljóðin, toga í sólina og hlusta á lög og smásögur eða fara í spurningaleik sem litli bangsinn með gula hattinn leiðir áfram. Spurningaleikurinn æfir bæði tölustafina og fræðir um dýrin og hvað þau „segja“. Nánar um talandi bóndabæinn hér. Íslenska á tækniöld Krakkar Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
„Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár og að mér vitandi er þetta eina þroskaleikfangið á íslenskum markaði sem bregst við leik barnsins á íslensku,“ segir Sigríður Fanney Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gullskóga sem fer með umboð Chicco á Íslandi. Sigríður hafði sjálf frumkvæði að því að íslenskuvæða bóndabæinn. „Chicco er ítalskt fyrirtæki sem stendur mjög framarlega í þróun á þroskaleikföngum með tali. Móðurfyrirtæki Chicco er læknavörufyrirtæki og þau hafa því aðgang að ýmsum sérfræðingum. Leikfangalínan þeirra er meðal annars þróuð í samstarfi við barnalækna og þroska- og iðjuþjálfa. Ég hafði samband við þau um að framleiða bóndabæinn með íslensku tali en þegar ég sagði þeim hvað við byggjum mörg á Íslandi leist þeim fyrst ekkert á það,“ segir Sigríður. Hún gafst þó ekki upp. „Ég sagðist geta gert þetta sjálf ef þau leiðbeindu mér með framkvæmdina og þau voru til í það. Ég fékk íslenskan leiklistarnema til að tala inn á bóndabæinn en bærinn inniheldur yfir 50 orð, setningar, hljóð og lög á íslensku og ensku.“ Þroskaleikföngin frá Chicco njóta mikilla vinsælda og hefur bóndabærinn verið einna vinsælastur í línunni. Nota má bóndabæinn á þrjá mismunandi vegu eftir aldri barnsins. Hægt er að ýta á dýrin til að heyra dýrahljóðin, toga í sólina og hlusta á lög og smásögur eða fara í spurningaleik sem litli bangsinn með gula hattinn leiðir áfram. Spurningaleikurinn æfir bæði tölustafina og fræðir um dýrin og hvað þau „segja“. Nánar um talandi bóndabæinn hér.
Íslenska á tækniöld Krakkar Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira