Innlent

Bíl ekið inn í verslun Nettó

Árni Sæberg skrifar
Bílnum var ekið langt inn í verslunina.
Bílnum var ekið langt inn í verslunina. Vísir/ÍvarF

Bíl var ekið inn um rúðu á verslun Nettó í Búðakór í Kópavogi rétt í þessu.

„Hann fór bara beint inn um innganginn og stoppaði hjá grænmetinu. Svo fremri hlutinn af búðinni er alveg í rusli,“ segir Róbert, starfsmaður Nettó, í samtali við Vísi.

Hann segir að engum hafi orðið meint af en að ökumaður bílsins, eldri kona, sé í áfalli eftir atvikið. 

Þá segir hann að unnið sé að því að þrífa búðina og að bíllinn sé enn inni á verslunargólfi. Verslunin verði að öllum líkindum lokuð út daginn.

Viðgerða er þörf á verslun Nettó í Búðakór.Vísir/ÍvarF

Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir atvikið í samtali við fréttastofu en hefur engar frekari upplýsingar að svo stöddu. Sjúkrabíll var sendur á vettvang til öryggis en ekki lá fyrir hvort nokkur hefði slasast.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×